fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Drífa Snædal ný talskona Stígamóta

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. febrúar 2023 15:29

Drífa Snædal Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal hefur verið ráðin talskona Stígamóta og tekur við starfinu þann 1. mars af Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur sem hverfur til annarra starfa.

Í starfinu felst að taka þátt í stefnumótun og hafa umsjón með pólitísku starfi Stígamóta, miðla upplýsingum til fjölmiðla, fjármál, fjáröflun, samráð við stjórnvöld og þátttaka í fræðslu- og forvarnarverkefnum.

Drífa hefur fjölbreytta reynslu úr félagasamtökum, þar með talið að stýra Samtökum um kvennaathvarf á sínum tíma. Hún hefur beitt sér í jafnréttismálum, gegn mansali og kynbundinni- og kynferðislegri áreitni. Síðustu ár var hún forseti ASÍ. Drífa hefur haldið fjölda fyrirlestra, skrifað greinar, tekið þátt í stefnumótun og gefið út fræðsluefni um mansalsmál, áreitni og ofbeldi og misrétti kynjanna.

Starfshópur Stígamóta býður Drífu velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.

Ég hlakka mikið til að starfa með og fyrir Stígamót en þau samtök hafa haft afgerandi áhrif á samfélagsumræðuna síðustu áratugi og veitt þúsundum brotaþola aðstoð vegna afleiðinga ofbeldis. Stígamót eru hreyfiafl sem eiga fáa sinn líka og ég er tilbúin til að demba mér í baráttuna með því góða fólki sem kemur að starfinu,segir Drífa.

Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?