fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

The Engine tekur að fullu yfir rekstur The Engine Kaupmannahöfn

Eyjan
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 15:15

Hreggviður Magnússon, framkvæmdastjóri The Engine. - Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska stafræna stofan The Engine hefur að fullu yfirtekið af The Engine Kaupmannahöfn og er því nú með starfsemi í Noregi, Íslandi og Danmörku. Er þetta mikilvægur liður í stefnu fyrirtækisins að vaxa til Norðurlandanna.

Stafræna auglýsingastofan réð til sín reynslumikinn leiðtoga, Jacob Petersen, sem svæðisstjóra The Engine í Danmörku og fær hann það hlutverk að byggja upp starfsemina á komandi misserum í samstarfi við stjórnendur The Engine Nordic. Jafnframt var flutningur á skrifstofu The Engine Kaupmannahöfn inn til TBWA\Connected í Kaupmannahöfn en náið samstarf er á milli stofanna.

„Þetta er stórt skref að auka fótspor okkar á norðurlöndunum og erum við afar spennt fyrir þeirri vegferð sem stofan er á. Starfsemin er að vaxa og við finnum fyrir aukinni eftirspurn fyrir stafrænum lausnum í ecommerce og á app markaði, með það lykilmarkmið að selja í gegnum stafræna markaðssetningu og fá sterkt ROI. Jafnframt hafa B2B fyrirtæki verið að sækja töluvert í þjónustu okkar með það að markmiði að sækja aukin tækifæri í gegnum efnismarkaðssetningu og hnitmiðaðar aðgerðir sem við köllum ABM eða Account Based Marketing,“ segir Hreggviður Magnússon, framkvæmdastjóri The Engine.

The Engine sérhæfir sig í stafrænni stefnumótun með notkun gagna, sjálfvirkni og snjallri notkun auglýsingatóla eins og Google, Meta, Snapchat, TikTok, LinkedIn og fleiri stafrænum miðlum ásamt annarri tengdri þjónustu. Fyrirtækið vinnur nú alþjóðlega með viðskiptavini í 3 heimsálfum og er stærsti viðskiptavinur stofunnar app fyrirtæki í Bandaríkjunum með umtalsverða markaðs starfsemi sem The Engine stýrir að stærstum hluta.

„Að markaðssetja app og ná í nýja greiðandi notendur af appinu er langhlaup og krefst mikils aga og þekkingar á auglýsingatólunum, eitthvað sem teymið okkar býr yfir og hefur árangur okkar verið eftirtektarverður. Til að mynda var árangursrík herferð sem við unnum í samstarfi við DSP platformið Persona.ly á árinu með áherslu á gögn og sjálfvirkni til að virkja notendur sem höfðu halið niður appinu en ekki gerst greiðandi viðskiptavinir,“ sagði Hreggviður. Fjöldi af app fyrirtækjum hefur notað þjónustu The Engine á undanförnum misserum og má helst nefna eitt stærsta rafhjólafyrirtæki í Evrópu þar sem stofan rak stafrænar herferðir á TikTok, Snapchat, Google og Meta í 11 evrópskum mörkuðum á 8 tungumálum ásamt stefnumóta appi í Finnlandi, Svíþjóð og Ítalíu.

Unnið er að áframhaldandi uppbyggingu á norðurlöndunum og áætlað er að opna í Helsinki 2023 með kröftugum hætti í nánu samstarfi við TBWA\Helsinki sem er ein mest verðlaunaðasta auglýsingastofan í Finnlandi. The Engine vinnur náið með TBWA á norðurlöndunum sem hefur öfluga fótfestu í hverju norðurlandi fyrir sig og geta því TBWA og The Engine boðið viðskiptavinum sínum upp á heildræna þjónustu í stefnumótun, vörumerkjastjórnun, framleiðslu markaðsefnis og öllu sem viðkemur stafrænu á alþjóðlegum mörkuðum. The Engine er dótturfyrirtæki Pipar\TBWA.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn