fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Meirihlutinn styður veggjöld til jarðgangagerðar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 09:00

Frá Hvalfjarðargöngum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 60% þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun Prósents styðja að ríkið fjármagni jarðgangagerð að hluta til eða alveg með veggjöldum. Rúm 4% vilja ekki að ríkið fjármagni jarðgangagerð.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að 35,7% vilja að ríkið fari blandaða leið með veggjöldum og skattfé. 24,4% vill að veggjöld standi alfarið undir kostnaðinum við gangagerð. Samtals eru þetta 60,1 aðspurðra.

Hvað varðar þá sem eru mótfallnir veggjöldum  þá vilja flestir að ríkið fjármagni gangagerð alfarið með skattfé eða 31,7% þeirra sem svöruðu. 3,8% vildu annars konar fjármögnun og 4,3% vilja ekki að ríkið fjármagni jarðgangagerð.

Íbúar á landsbyggðinni eru hlynntari því að gangagerð sé alfarið fjármögnuð með skattfé. 39% þeirra vilja fara þá leið en 28% íbúa á höfuðborgarsvæðinu vilja þá leið.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hlynntari því að veggjöld séu tekin upp en 26% þeirra vilja það en 21% landsbyggðarfólks styður þá leið.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær