fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Kjartan ósáttur með snjóruðninginn í Reykjavík – „Sem fyrr læt­ur borg­ar­stjóri ekki ná í sig“

Eyjan
Fimmtudaginn 29. desember 2022 16:32

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðra vik­una í röð kynn­ast Reyk­vík­ing­ar getu­leysi póli­tískr­ar yf­ir­stjórn­ar borg­ar­inn­ar við snjóruðning. Enn og aft­ur bregst hún þeirri grunn­skyldu, að tryggja að göt­ur borg­ar­inn­ar séu sæmi­lega fær­ar og að fólk kom­ist til og frá heim­il­um sín­um.“

Svona hefst pistill sem Kjartan Magnússon, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, skrifar en pistillinn var birtur í Morgunblaðinu í dag. Kjartan fullyrðir að tugþúsundir Reykvíkinga hafi lent í miklum vandræðum vegna ófærðar í húsagötum í síðustu viku en á sama tíma hafi götur verið almennt orðnar greiðfærar í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

„Sag­an end­ur­tek­ur sig í þess­ari viku.“

Kjartan segir starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktaka sem sinna snjómokstri í borginni vera að standa sig vel við erfiðar aðstæður. Það sé hins vegar „pólitísk stjórnun snjóruðnings í borginni“ sem sé „óviðunandi með öllu“ samkvæmt Kjartani.

„Nú er orðið ljóst að slæl­eg viðbrögð borg­ar­inn­ar við snjó­kom­unni um þarsíðustu helgi voru ekki ein­stök óhappa­til­vilj­un, eins og marg­ir vonuðu, held­ur yf­ir­veguð stefna borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans.“

100 tæki árið 1984

Kjartan segir að kjarni málsins sé sá að Reykjavíkurborg sé með alltof fá snjómoksturstæki til umráða miðað við stærð borgarinnar og umfang snjókomunnar. „Þetta kom í ljós síðasta vet­ur, í síðustu viku og einnig í þess­ari viku,“ segir hann.

Þá útskýrir hann hver munurinn er hlutfallslega á fjölda snjóruðnignstækja sem hafa verið að störfum í borginni og í nágrannasveitarfélögunum:

„Þegar þörf­in var sem mest í síðustu viku, var greint frá því að 22 snjóruðnings­tæki væru að störf­um í Reykja­vík, 20 í Hafnar­f­irði, 20 í Kópa­vogi og 10 í Garðabæ. Þess­ar töl­ur sýna metnaðarleysi borg­ar­stjóra í mála­flokkn­um enda búa 56% fleiri íbú­ar í Reykja­vík en í Hafnar­f­irði, Kópa­vogi og Garðabæ til sam­ans. Hlut­falls­lega eru því lang­fæst snjóruðnings­tæki að störf­um í Reykja­vík.“

Kjartan segir svo að hér á árum áður hafi borgin haft mun fleiri tæki til umráða. „Til frek­ari sam­an­b­urðar má geta þess að árið 1984 voru um 100 tæki send út á göt­ur Reykja­vík­ur til snjóruðnings þegar sam­bæri­lega snjó­komu gerði. Þá var borg­inni stjórnað af meiri­hluta Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ segir hann.

„Þrátt fyr­ir að mörg hverfi hafi bæst við borg­ina síðan 1984 og íbú­um henn­ar fjölgað um 54%, tel­ur nú­ver­andi borg­ar­stjóri 22 tæki duga.“

„Tækj­um hef­ur ekk­ert fjölgað“

Kjartan tók málið upp á fundi borgarstjórnar skömmu fyrir jól. „Und­ir­ritaður tók málið upp á fundi borg­ar­stjórn­ar 20. des­em­ber, þrem­ur dög­um eft­ir að snjó kyngdi niður í borg­inni, og gagn­rýndi þá harðlega lé­lega verk­stjórn yf­ir­stjórn­ar borg­ar­inn­ar,“ segir hann.

„Á fund­in­um viður­kenndi Ein­ar Þor­steins­son, staðgeng­ill borg­ar­stjóra, vand­ann af hrein­skilni og sýndi vilja til úr­bóta. Góðar vonir stóðu því til að yf­ir­stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar myndi læra af klúðrinu og standa bet­ur að verki í þess­ari viku eft­ir mikla snjó­komu á þriðja degi jóla. Þeirri snjó­komu var spáð með löng­um fyr­ir­vara eins og snjó­kom­unni viku fyr­ir jól.“

Kjartan segir þær vonir þó hafa brugðist:

„Á þriðju­dag upp­lýsti yf­ir­maður vetr­arþjón­ustu í Reykja­vík að svipaður fjöldi snjóruðnings­tækja sinnti mokstri nú og í síðustu viku. „Þetta verður svipað og síðast. Tækj­um hef­ur ekk­ert fjölgað. Þetta eru eitt­hvað um 20 tæki,“ var haft orðrétt eft­ir yf­ir­mann­in­um.“

Segir borgarstjóra og meirihlutann bera höfuðábyrgð

Kjartan segir að ekki sé hægt að ná í Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, vegna málsins. „Sem fyrr læt­ur borg­ar­stjóri ekki ná í sig vegna máls­ins en vís­ar þess í stað á lágt setta yf­ir­menn eða jafn­vel nefnda­for­menn,“ segir hann.

Einnig er Kjartan ósáttur með Alexöndru Briem, formann umhverfis og skipulagsráðs borgarinnar. Hann segir afsakanir hennar verða „æ fjarstæðukenndari“ en ummæli hennar um snjómoksturinn vakti töluverða athygli á dögunum.

„Af­sak­an­ir for­manns um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs verða æ fjar­stæðukennd­ari. Eft­ir að yf­ir­lýs­ing um að stýri­hóp­ur væri að end­ur­skoða þjón­ustu­hand­bók vetr­arþjón­ustu sló ekki í gegn, var ýjað að því að meint fákeppni í snjóruðningi væri vand­inn.“

Kjartan segir að það sé í raun engin fákeppni á markaðnum með snjóruðning. „Mörg hundruð vinnu­vél­ar á Reykja­vík­ur­svæðinu eru til­tæk­ar í verk­efnið en ein­ung­is um 20 þeirra að störf­um í höfuðborg­inni,“ segir hann.

„En auðvitað er það borg­ar­stjóri ásamt póli­tísk­um meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar sem ber höfuðábyrgð á skipu­lags­klúðrinu og lé­legri verk­stjórn í mála­flokkn­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir