fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Minni stuðningur við ESB-aðild innan Samfylkingarinnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 09:00

Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar þá hefur stuðningur Samfylkingarfólks við aðild að ESB dalað. Í heildina eru fleiri landsmenn óákveðnir hvað varðar aðild að bandalaginu en áður.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vitnar í nýja könnun sem Prósent gerði. Samkvæmt niðurstöðunum þá hefur óákveðnum um aðild að ESB fjölgað í 22,1% úr 17,7% á hálfu ári.

42,8% eru hlynnt aðild en 35,1% andvíg.

Í júní, þegar síðasta könnun af þessu tagi var gerð, studdu 84% kjósenda Samfylkingarinnar aðild að ESB og 5% voru á móti. Nú eru 12% á móti og 67% styðja aðild.

Kristrún Frostadóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að hugsanlega sé fólk, sem tengir sig við jafnaðarstefnuna en sé með varnagla gagnvart ESB, að snúa aftur í flokkinn og vilji styðja hann núna.

Niðurstöður nýlegrar könnunar sýndu að rúmlega 5 prósentustiga fylgisaukningu flokksins.

Hjá stuðningsfólki tveggja flokka mælist meiri stuðningur við ESB-aðild en hjá Samfylkingunni. Þetta er hjá Pírötum þar sem 74% styðja aðild og hjá Viðreisn þar sem 68% styðja aðild.

Hægt er að lesa nánar um niðurstöður könnunarinnar í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn