fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Bjarni áfram formaður Sjálfstæðisflokksins – „Hjartað mitt stækkaði núna töluvert mikið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðismenn gengu til kosninga, atkvæði hafa verið talin og nú eru úrslitin ljós og voru tilkynnt rétt í þessu á landsfundi Sjálfstæðismanna.

Bjarni Benediktsson verður áfram formaður Sjálfstæðisflokksins. Alls greiddu 1712 atkvæði. Gild atkvæði voru 1700 og Bjarni hlaut 1010 eða 59,4 prósent atkvæða en Guðlaugur Þór Þórðarson hlaut 687 atkvæði eða 40,4 prósent atkvæða.

Bjarni var kátur með úrslitin og sagði í ræðu sinni í kjölfarið að það skemmtilegast sem hann hafi gert sé að vera formaður Sjálfstæðisflokksins og hlakkar hann til að hafa gaman áfram. Til þeirra sem vildu breytingar og kusu Guðlaug beindi Bjarni þeim orðum að hann heyrði kallið og ætli að taka þátt í þeim breytingum.

„Hjartað mitt stækkaði núna töluvert mikið. Takk kærlega“

Guðlaugur Þór óskaði Bjarna til hamingju í sinni ræðu. Hann sagðist hafa boðið sig fram vegna þess að hann hafi trú á því að hægt sé að gera betur. Þessi landsfundur hafi verið fyrsta skrefið í því. Skilaboð hans hafi verið skýr ef Sjálfstæðismenn spili með styrkleika sína sé ekkert sem geti stöðvað þá.

„Núna liggur það fyrir að Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann til þeirra verka.“

Guðlaugur notaði tækifærið og þakkaði fyrir stuðninginn. Það að fá þennan fjölda atkvæða þyki honum vænt um. Hann lofar því að hann muni áfram vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar og þegar Sjálfstæðismenn geri slíkt „þá stöðvar okkur ekkert.“

Þór­dís Kol­brún Reykfjörð Gylfa­dótt­ir er ein í fram­boði til vara­for­mennsku, en þrír hafa sóst eftir ritaraembættinu, Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður, Helgi Áss Grét­ars­son, vara­borg­ar­full­trúi, og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, rit­ari þing­flokks­ins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum