fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Bjarni hefur ekki heyrt í Guðlaugi Þór varðandi mótframboð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 09:00

Guðlaugur Þór Þórðarson. mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og skýrt var frá í gær þá er Guðlaugur Þór Þórðarson sagður ætla að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni þegar kosið verður um formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans um aðra helgi.

Segja staðfest að Guðlaugur Þór ætli í formannsframboð gegn Bjarna Ben

Bjarni segir að Guðlaugur Þór hafi ekki rætt við hann um mótframboð og enn sem komið er hafi enginn annar en hann sjálfur lýst yfir framboði.

Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna í Dagmálum Morgunblaðsins.

Hann sagðist vilja endurnýja umboð sitt sem formaður flokksins á landsfundinum og sagðist telja það skipta máli fyrir flokkinn og þátttöku hans í ríkisstjórnarsamstarfi.

Hvað varðar hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs sagði Bjarni: „Ég geng aldrei út frá neinu sem vísu varðandi landsfund, að það sé enginn sem vilji láta reyna á sitt umboð. En Guðlaugur hefur ekki lýst yfir neinu framboði, þannig að eftir því sem mér sýnist er enginn annar sem hefur formlega stigið fram. Formaður á ekki embættið, hann þarf að endurnýja umboðið á hverjum landsfundi og mér finnst það góð regla, mér finnst hún vera holl. Ég tek ekkert sem sjálfsagt í því og það eru allir landsfundarfulltrúar í kjöri. Maður þarf að vinna fyrir endurnýjuðu umboði á milli funda og maður þarf að koma á fundinn með sýn fyrir flokkinn inn í framtíðina. Það á við um þennan fund eins og alla aðra.“

Hann sagðist telja óskynsamlegt að hræra í flokksforystunni eins og staðan er núna: „Með flokkinn í ríkisstjórn og eitt ár búið af kjörtímabilinu kæmi mér það spánskt fyrir sjónir að menn vildu skipta í forystunni,“ sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi