fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Ljósbrá ráðin forstjóri PWC

Eyjan
Fimmtudaginn 29. september 2022 10:49

Ljósbrá Baldursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósbrá Baldursdóttir endurskoðandi hefur verið ráðin forstjóri PwC en hún hefur gegnt stöðu sviðsstjóra endurskoðunar hjá PwC frá 2014. Ljósbrá tekur við starfi forstjóra PwC frá og með 1. október.  Ráðningin markar tímamót hjá félaginu því hún er fyrsta konan sem gegnir stöðu forstjóra hjá PwC á Íslandi í 98 ára sögu þess.

Friðgeir Sigurðsson fráfarandi forstjóri PwC mun starfa áfram innan félagsins sem yfirlögfræðingur og sérfræðingur í skatta- og fyrirtækjalögfræði.

Ljósbrá er öllum hnútum kunnug í PwC og hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2002. Hún hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2006. Áður en hún menntaði sig í viðskiptafræðum árið 2000 og síðar endurskoðun, hafði hún lokið kennaramenntun og kenndi í Háteigsskóla um 4 ára skeið frá 1996-2000.

Hún er ennfremur afar fær bridge spilari, en hún var um árabil í kvennalandsliði Íslands og hefur margoft spilað fyrir Íslands hönd á erlendri grundu. Hún er auk þess eina konan sem hefur orðið Íslandsmeistari í bridge í opnum flokki karla og kvenna.

„Það er mér mikill heiður að taka við starfi forstjóra í þessu trausta og þekkta fyrirtæki á sérfræðiþjónustumarkaði. Ég þekki innviði félagsins vel og hversu öflugt og hæft starfsfólk félagið hefur á að skipa. Ég tek við góðu búi þar sem PwC hefur verið að vaxa og eflast undanfarin ár. Stefnan er sett á áframhaldandi vöxt en á sama tíma að halda uppi framúrskarandi þjónustustigi. Á undanförnum árum hefur útvistun á þjónustu til sérfræðifyrirtækja og eftirspurn eftir ráðgjöf vaxið mikið um allan heim, með áherslu á sjálfbærni í rekstri og góða stjórnunarhætti. Við reiknum með að vöxtur PwC hérlendis verði ekki síst á þessu sviði á komandi árum, enda PwC annað tveggja stærstu ráðgjafafyrirtækja á heimsvísu. Ég hlakka mikið til að takast á við þær áskoranir sem starf forstjóra PwC felur í sér og að vinna áfram með þeim frábæra hópi starfsmanna og viðskiptavina sem félagið býr að,” er haft eftir Ljósbrá í fréttatilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?