fbpx
Sunnudagur 25.september 2022
Eyjan

Svandís segir að verðmætunum hafi ekki verið skipt á réttlátan hátt á milli sjómanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 09:00

Svandís Svavarsdóttir. Skjáskot af Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, skrifar grein í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni ”Við eigum að skipta jafnt”. Eflaust hafa einhver hjörtu tekið kipp og lesendur hugsað með sér að nú væri Svandís að fjalla um kvótakerfið og hugsanlegar breytingar á því. En svo er ekki. Hún er að fjalla um strandveiðar og segir nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi þeirra.

„Strandveiðipotturinn tæmdist fyrir helgi, fyrr en nokkru sinni áður, þrátt fyrir að aldrei hafi stærri hluta af leyfilegum þorskafla verið ráðstafað í hann. Það er afar miður að ekki náðist að tryggja 48 daga til strandveiða þetta sumarið. Í þetta hefur stefnt í nokkurn tíma og alveg ljóst, miðað við hvernig veiðarnar hafa gengið, að mörg þúsund tonn til viðbótar hefði þurft til að tryggja veiðar í ágúst, tonn sem ekki eru til ef fara á að ráðgjöf Hafró, sem ég hyggst gera,“ segir Svandís í upphafi greinarinnar.

„Þangað til hægt er að tryggja að allir fái 48 daga þarf að passa að því sem er til skiptanna sé skipt á réttlátan hátt milli strandveiðisjómanna. Til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig næsta sumar hyggst ég leggja fram frumvarp í vetur sem heimilar það að nýju að skipta þeim veiðiheimildum sem ráðstafað er til strandveiða niður á svæði í kringum landið,“ segir hún síðan.

Hún segir að frá upphafi hafi það verið markmiðið að þeim takmarkaða afla sem er til ráðstöfunar sé skipt sem jafnast. Til að tryggja það séu takmörk á hvað hver bátur má landa miklu og bátarnir fái jafn marga daga til veiða. Þetta myndi tryggja jafna skiptingu ef ekki kæmu til aðrir þættir, til dæmis veður og fiskgengd.

„Stjórnvöld hafa ekki áhrif á veðrið og geta því lítið gert í því þegar brælur koma í veg fyrir að bátar komist á sjó. En fiskgengd er ekki eins duttlungafull og veðrið. Það er staðreynd að fiskgengd er misjöfn milli landsvæða og það er rót þess óréttlætis sem ég sé í skiptingu pottanna í dag,“ segir hún og bendir á að tonn af stórum þorski sé verðmætara en tonn af litlum þorski.

„Þannig mætti hugsa sér að þegar upplýsingar liggja fyrir um hversu margir eru skráðir á hvert strandveiðisvæði þá sé aflanum skipt jafnt á þau svæði eftir fjölda báta. Slíkt er einfalt í framkvæmd. Ef 50% báta eru á einu svæði, þá fá þeir 50% af heimildunum. Með þeim hætti væri tryggt að aðstæður eins og í dag skapist ekki aftur, að stór svæði verði af verðmætasta veiðitímanum vegna þess að ekki var tekið tillit til fiskgengdar. Og að allir fái sem jafnastan hlut,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Greiddu 303 milljónir fyrir Fannborg og Kópavogur hefur greitt þeim 200 milljónir til baka

Greiddu 303 milljónir fyrir Fannborg og Kópavogur hefur greitt þeim 200 milljónir til baka
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjóri Iceland harmar að ekki hafi náðst sátt við íslensk stjórnvöld

Forstjóri Iceland harmar að ekki hafi náðst sátt við íslensk stjórnvöld
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Andri Þór ráðinn til Rue de Net

Andri Þór ráðinn til Rue de Net
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tapa tugum milljóna vegna nýrra lífeyrissjóðslaga

Tapa tugum milljóna vegna nýrra lífeyrissjóðslaga