fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024

strandveiðar

Varaþingmaður VG hjólar í Svandísi

Varaþingmaður VG hjólar í Svandísi

Eyjan
14.07.2023

Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður VG, fer í aðsendri grein á Eyjunni í dag hörðum orðum um þá ákvörðun flokkssystur hennar, Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að auka ekki aflaheimildir til strandveiða og þar með í raun banna strandveiðar frá og með þessari viku. Lilja Rafney, sem á síðasta kjörtímabili var formaður atvinnuveganefndar Alþingis og leiddi þverpólitíska vinnu Lesa meira

Lilja Rafney skrifar: Vér mótmælum öll!

Lilja Rafney skrifar: Vér mótmælum öll!

Eyjan
14.07.2023

Nú þegar Strandveiðarnar eru sigldar í strand með einu pennastriki ráðherra og stöðvaðar yfir hábjargræðistímann, þegar allt er vaðandi af þorski á grunnslóð þá er ekki skrítið að sjómenn rísi upp og mótmæli við Alþingishúsið á laugardaginn aðgerðarleysi stjórnvalda við að efla og tryggja Strandveiðar í 48 daga! Vilji er allt sem þarf Mér, sem Lesa meira

Kári Stefáns mótmælir með strandveiðimönnum á Austurvelli

Kári Stefáns mótmælir með strandveiðimönnum á Austurvelli

Eyjan
13.07.2023

Strandveiðisjómenn munu laugardaginn 15. júlí mótmæla ótímabærri stöðvun strandveiða. Í tilkynningu frá Strandveiðifélagi Íslands, sem stendur fyrir mótmælunum, kemur fram að dagskrá hefjist við Hörpu klukkan tólf á hádegi, þaðan sem sjómenn munu ganga fylktu liði niður á Austurvöll. Þar mun Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, flytja ávarp auk þess sem tónlistarmaðurinn KK mun flytja Lesa meira

Sjómenn frömdu mótmælagjörning

Sjómenn frömdu mótmælagjörning

Fréttir
12.07.2023

Hópur sjómanna kom saman í nótt við Alþingishúsið til að fremja gjörning sem hugsaður er til mótmæla stöðvun á strandveiðum. Samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu verða veiðarnar stöðvaðar frá og með deginum í dag. Skip sem er með strandveiðileyfi má þó veiða í dag að því gefnu að það hafi áður verið með veiðileyfi. Svandís Svavarsdóttir Lesa meira

Svandís segir að verðmætunum hafi ekki verið skipt á réttlátan hátt á milli sjómanna

Svandís segir að verðmætunum hafi ekki verið skipt á réttlátan hátt á milli sjómanna

Eyjan
25.07.2022

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, skrifar grein í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni ”Við eigum að skipta jafnt”. Eflaust hafa einhver hjörtu tekið kipp og lesendur hugsað með sér að nú væri Svandís að fjalla um kvótakerfið og hugsanlegar breytingar á því. En svo er ekki. Hún er að fjalla um strandveiðar og segir nauðsynlegt að gera Lesa meira

Smábátasjómenn vilja 12 veiðidaga í mánuði á strandveiðum

Smábátasjómenn vilja 12 veiðidaga í mánuði á strandveiðum

Fréttir
21.04.2021

Þann 3. maí mega strandveiðar hefjast og stendur strandveiðitímabilið út ágúst. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að aðalbaráttumálið núna sé að tryggja að tólf veiðidagar verði tryggðir í hverjum mánuði. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Fram kemur að Örn reikni með að strandveiðibátar verði hugsanlega rúmlega 700 í sumar en flestir voru Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af