fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Staksteinar segja að Dagur B. Eggertsson hafi verk að vinna á landsvísu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 10:15

Dagur hefur verk að vinna í landsmálum að mati Staksteina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinar Morgunblaðsins fjalla um Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, í dag og framtíðaráætlanir hans og segja að hann hafi verk að vinna á landsvísu.

Segir í upphafi að hrafnar Viðskiptablaðsins, Huginn og Muninn, hafi í síðustu viku talið sig sjá merki um að Dagur sé farinn að ókyrrast en þá skrifuðu þeir: „Það dró til tíðinda í gær þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, blandaði sér í þjóðmálaumræðuna og tjáði sig um kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík. Málflutningur Dags um kvótakerfið og meint líkindi við atriði í þáttaröðinni Verbúðinni á RÚV hafa eflaust fallið vel í kramið hjá flokkssystkinum í Samfylkingunni.“

Staksteinar segja að það eigi ekki að koma á óvart að Dagur sé farinn að ókyrrast, hann hafi tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum. Hann viti að hann eigi ekki erindi í fleiri borgarstjórnarkosningar þótt honum hafi tekist að tryggja sér borgarstjórastólinn í nokkra mánuði til viðbótar vegna byrjendamistaka viðsemjenda sinna um meirihlutasamtarfið.

Huginn og Muninn sögðu í síðustu viku að Dagur hafi yfirleitt ekki blandað sér í landsmálaumræðuna á sviðum sem tengjast borgarmálunum ekki beint. Nú sé hann væntanlega að máta sig við formannsframboð í Samfylkingunni í haust og baráttu við Kristrúnu Frostadóttur um formannsembættið.  Ef hann verði kjörinn formaður megi reikna með að hann muni hella sér af fullum krafti í landsmálin eftir að hann lætur af störfum sem borgarstjóri í árslok 2023.

„Dagur kannast ekki sjálfur við að hafa hugleitt formannsframboð en popúlískt útspil hans segir allt sem segja þarf. Og vissulega er verk að vinna á landsvísu. Þar hefur Samfylkingin ekki goldið jafn mikið og samfellt afhroð og í Reykjavík þannig að Dags er beðið með eftirvæntingu,“ segja Staksteinar síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun