fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Mikill stuðningur hjá kjósendum allra flokka við aðild að NATÓ

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 09:00

Fáni NATO. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti kjósenda þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi er fylgjandi aðild Íslands að NATÓ. Þetta á einnig við um kjósendur Sósíalistaflokksins og VG en báðir flokkar hafa á stefnuskrá sinni að Ísland segi sig úr NATÓ.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag í umfjöllun um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Prósent gerði.

Fram kemur að 71,6% svarenda styðji aðild að NATÓ en 11% eru á móti aðild.  17,3% hafa ekki skoðun á málinu.

Vinstri græn hafa að stefnu að Ísland segi sig úr NATÓ. Í því ljósi er er mjög athyglisvert að 53% kjósenda flokksins styðja aðild að NATÓ. Af þeim eru 20% mjög hlynnt aðild. 23% eru henni andvíg og 24% hafa ekki skoðun á málinu.

Í stefnu Sósíalistaflokksins kemur fram að mynda eigi friðarbandalag í samvinnu við nágrannaríki og smáþjóðir og verði það valkostur við NATÓ.  47% kjósenda flokksins styðja aðild að NATÓ en 40% eru á móti henni. 28% eru mjög andvíg aðild.

Kjósendur Viðreisnar eru þeir sem eru hlynntastir aðild að NATÓ en 93% þeirra styðja aðild og 4% eru á móti.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta