fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Söguleg tíðindi – Finnar senda vopn til Úkraínu og ræða aðild að NATO á þingi í dag

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. mars 2022 05:18

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnska þingið kemur saman til fundar í dag til að ræða hvort Finnar eigi að sækja um aðild að NATO. Sanna Marin, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á Twitter í gærkvöldi. Þetta eru söguleg tíðindin því fram að þessu hafa Finnar gætt vel að hlutleysi sínu og tiplað eftir þröngum stíg til að styggja ekki rússneska björninn en Finnland og Rússland deila löngum landamærum en þau eru 1.340 kílómetra löng.

Að auki mun þingið ræða stöðuna í Úkraínu. Samkvæmt könnun sem finnska ríkisútvarpið, YLE, gerði í síðustu viku þá vilja 53% Finna að landið gangi í NATO.

En það eru fleiri sögulegt tíðindi frá Finnlandi því í gær skýrði Sanna Marin fréttamönnum frá því að ákveðið hafi verið að senda vopn og skotfæri til Úkraínu. Um er að ræða 2.500 vélbyssur, 150.000 byssukúlur, 1.500 skriðdrekavopn og 70.000 matarpakka. „Finnland ætlar að aðstoða Úkraínu á hernaðarsviðinu. Þetta er söguleg stund fyrir Finnland,“ sagði Marin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi