fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Þetta er Trump-klónið sem gæti sigrað Trump

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. febrúar 2022 18:03

Ron DeSantis. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er yngsti ríkisstjórinn í Bandaríkjunum. Einn mesti gagnrýnandi Joe Biden og kannski sá sem er líklegastur til að geta komið í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum 2024.

Þetta er Ron DeSantis sem hefur verið sagður vera klón af Trump. Hann hefur margoft lýst yfir stuðningi við Trump en hins vegar er ekki vitað með vissu hvort hann styður Trump enn eða hvort hann hafi sjálfur í hyggju að bjóða sig fram í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 2024.

Ekki eru svo mörg ár síðan að enginn vafi lék á því að DeSantis væri einn af helstu stuðningsmönnum Trump og skoðanir hans á flestu voru nær algjörlega samhljóða skoðunum Trump.

En nú er staðan breytt að sögn og einhver snuðra virðist hafa hlaupið á þráðinn á milli þeirra. DeSantis hefur ekki enn tilkynnt að hann muni hætta við framboð ef Trump tekur slaginn. Þvert á móti er hann farinn að vera sífellt gagnrýnni á hvernig Trump tókst á við heimsfaraldur kórónuveirunnar þegar hann skall á.

Trump er líka farinn að viðra efasemdir um De Santis en ekki er lengra síðan en á síðasta ári að Trump sagði hann vera vin sinn og að það yrði sterkur leikur að hafa hann sem varaforsetaefni. „Hann er vinur minn. Ég studdi Ron og eftir það skaust hann af stað eins og eldflaug,“ sagði Trump þá.

En nú hefur viðhorf Trump breyst eftir því sem það virðist líklegra að DeSantis muni skora Trump á hólm í forkosningum Repúblikanaflokksins. „Ef ég væri á móti honum myndi ég sigra hann eins og ég sigra alla. Ég held að flestir myndu hætta við. Ég held að hann hætti við,“ sagði Trump í haust um möguleika De Santis á að sigra í forvalinu.

Fyrir fimm árum voru ekki margir sem vissu hver DeSantis var. En einarður stuðningur hans við Trump fór ekki fram hjá fólki og hann var verðlaunaður fyrir stuðninginn. Með aðstoð Trump var DeSantis kosinn ríkisstjóri í Texas 2019 og er hann yngsti ríkisstjóri landsins en hann er 43 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að