fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Macron neitaði að fara í sýnatöku í Rússlandi – Var haldið fjarri Pútín

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. febrúar 2022 17:00

Forsetarnir funduð við sannkallað langborð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, fór til Moskvu fyrr í vikunni til fundar við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, um Úkraínudeiluna.  Við komuna til Moskvu neitaði Macron að gangast undir sýnatöku vegna heimsfaraldursins. Í kjölfarið var þess vel gætt að hann kæmi ekki nálægt Pútín.

Það vakti athygli margra að á myndum og upptökum frá fundi forsetanna og fréttamannafundi þeirra var mjög langt á milli þeirra. The Guardian segir að samkvæmt upplýsingum frá tveimur heimildarmönnum, sem þekkja til reglna franska forsetaembættisins um heilbrigðismál forsetans, þá stóð Macron til boða að fara í PCR-próf og fá þá að koma nærri Pútín eða að öðrum kosti fylgja ströngum reglum um félagsforðun.

Annar heimildarmaðurinn sagði að ekki hafi verið hægt að fallast á þetta því þá hefðu Rússar komist yfir erfðaefni úr Macron og það sé ekki talið skynsamlegt út frá öryggismálum.

Annar heimildarmaður sagði að Macron hefði farið í PCR-próf í Frakklandi áður en lagt var af stað til Moskvu og hraðpróf, sem einkalæknir hans sá um, þegar hann var kominn til Moskvu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi