fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Xi Jinping segir að aðgerðir í loftslagsmálum megi ekki trufla „venjulegt líf“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. janúar 2022 15:30

Losun gróðurhúsalofttegunda veldur loftslagsbreytingum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xi Jinping, forseti Kína, segir að metnaðarfull markmið Kínverja um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda megi ekki vera á kostnað orku- og fæðuöryggis eða trufla „venjulegt líf“ fólks. Með þessu er hann að gefa til kynna að Kínverjar muni hægja á aðgerðum sínum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ástæðan er að hægt hefur á kínverska hagkerfinu.

Kínverjar, sem losa þjóða mest af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, hafa verið undir þrýstingi um að gera meira til að takast á við hnattræna hlýnun.

En kínversk stjórnvöld hafa greinilega áhyggjur af efnahagsmálunum og þar með stöðunni á vinnumarkaði og hagvexti. Fram undan er stór ráðstefna kommúnistaflokksins þar sem reiknað er með að völd Xi verði aukin og honum tryggð áframhaldandi seta í forsetaembættinu. Það ýtir eflaust einnig undir vilja yfirvalda til að tryggja góðan efnahag í landinu.

Xi hafði áður sagt að Kínverjar ætli sér að taka duglega á loftslagsmálunum og draga mikið úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum en nú virðist hann heldur vera að bakka með þær yfirlýsingar. Þá má nefna að kolavinnsla og kolanotkun Kínverja jókst mikið á síðasta ári en það telst nú ekki vera ávinningur fyrir umhverfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt