fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Biden í miklum mótvindi með bólusetningarskyldu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 18:30

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sé í miklum mótvindi með bólusetningarskyldu þá sem hann hefur viljað koma á í Bandaríkjunum. Alríkisdómstóll og Hæstiréttur hafa kveðið upp úr um að alríkisstjórnin geti ekki skyldað fólk til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni en stjórn Biden hafði gert starfsfólki stórra einkafyrirtækja og opinberum starfsmönnum að láta bólusetja sig eða fara í sýnatöku einu sinni í viku. Ef fólk gerði þetta ekki átti það á hættu að missa vinnuna.

Biden kynnti þetta til sögunnar í nóvember en þetta var hluti af umfangsmikilli aðgerðaáætlun stjórnarinnar vegna heimsfaraldursins. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkin farið illa út úr faraldrinum hvað varðar fjölda smita og andláta en hvergi í heiminum hafa eins margir látist af völdum veirunnar og þar í landi. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa um 870.000 Bandaríkjamenn látist af völdum COVID-19 en á heimsvísu hafa rúmlega 5,6 milljónir látist.

En þetta hafði engin áhrif á Hæstarétt sem sló því föstu fyrir um hálfum mánuði að Biden og stjórn hans geti ekki þvingað fólk til að láta bólusetja sig. Dómurinn sagði að um stórt inngrip væri að ræða í líf og heilbrigði starfsfólks. Margir sérfræðingar hafa gagnrýnt niðurstöðuna og stjórnmálaskýrendur og lögspekingar hafa bent á að niðurstaðan endurspegli pólitíska samsetningu Hæstaréttar. Þar sitja nú sex íhaldssamir dómarar og þrír frjálslyndir. Þeir eru tilnefndir af forsetanum og þingið verður að samþykkja tilnefningarnar og því er um pólitískar stöðuveitingar að ræða. Dómararnir eru skipaðir ævilangt. Margir telja að pólitísk afstaða dómaranna komi í veg fyrir að hægt sé að vera með áhrifaríka bólusetningaáætlun í landinu, áætlun sem gæti bjargað mörg þúsund mannslífum. Hæstiréttur veitti Biden þó möguleika á að krefjast þess að allt starfsfólk einkaaðila í heilbrigðisgeiranum láti bólusetja sig.

Andstaðan gegn bólusetningum hefur verið mikið vandamál í Bandaríkjunum frá upphafi faraldursins. Tölur sýna að meirihluti þeirra sem hafa látist af völdum COVID-19 var óbólusettur en samt sem áður hafa andstæðingar bólusetninga náð eyrum landsmanna. Sérfræðingar óttast að þessi hópur muni nú halda áfram áróðri sínum og rangfærslum og í kjölfarið verði fólk einnig hikandi við að láta bólusetja börn sín gegn sjúkdómum á borð við mislinga. Tara C. Smith, prófessor í farsóttafræði við Kent State University College, velti þessu nýlega upp í samtali við Washington Post og spurði hvað muni gerast þegar heimsfaraldinum lýkur og ástandið verður eðlilegt á nýjan leik. Hún sagði ekki vita hvort þessi bólusetningaandstaða muni breiðast út og færast yfir á bólusetningar barna, þessi óvissa sé slæm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér