fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vigdís segir vitundarvakningu fyrir grunnskólabörn vera heilaþvott sem byggi á hræðsluáróðri

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 10:21

Vigdís Hauksdóttir. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Loftslagsmál eru stærsta og afdrifaríkasta viðfangsefni heimsbyggðarinnar um þessar mundir og þörf er á róttækum aðgerðum ef markmið alþjóðasamfélagsins eiga að ná fram að ganga.“

Þetta kemur fram í bókun frístundafulltrúa meirihlutans í borginni úr bréfi skóla- og frístundaráðs, sem var lagt fram á borgarstjórnarfundi í síðustu viku. Til stendur að skerpa á vitundarvakningu um loftlagsmál fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla Reykjavíkur. Verkefnið á að snúast um fræðslu og fjölbreytta verkefnavinnu nemenda er varða loftlagsmál.

Ekki voru allir á eitt sáttir um efni bréfsins, en Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins tjáði óánægju sína. Hún segir fyrirhuguða vitundarvakningu vera pólitískan rétttrúnað og heilaþvott sem byggi á hræðsluáróðri. Þetta kemur fram í bókun sem hún lagði fram á fundinum.

Vigdís minnist meðal annars á mál sem hún kvartaði mikið yfir árið 2019, þegar nemendum vinnuskólans stóð til boða að fara í loftslagsverkföll og gera fyrir þau kröfuspjöld. Þá telur hún að fræðsla sem þessi muni auka loftslagskvíða barna.

Bókun Vigdísar var eftirfarandi:

„Mikilvægt er að stunda ekki pólitískan rétttrúnað eða heilaþvott í grunnskólum Reykjavíkur sem byggir á hræðsluáróðri. Minnt er á að börn í Vinnuskóla Reykjavíkur voru fyrir stuttu æfð í að útbúa mótmælaskilti og send í kröfugöngu og fóru stjórnendur Vinnuskólans þar langt út fyrir hlutverk sitt. Grunnskólar eru skólar. Í 13. gr. laga um grunnskóla segir: „Nemendur eiga rétt á því að njóta bernsku sinnar í öllu starfi á vegum skólans.“ Kvíði og vanlíðan er algeng hjá grunnskólabörnum og ekki er á það bætandi að bæta við „loftslagskvíða“ í skyldunámi.“

Hægt er að lesa bréf skóla- og frístundaráðs hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki