fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Eyjan

Vigdís losaði sig við Baldur úr nefndum borgarinnar og kaus sjálfa sig í staðinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 07:59

Vigdís Hauksdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borgarstjórn, tók í gærkvöldi sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og umhverfis- og heilbrigðisráði. Baldur Borgþórsson missti þar með sæti sitt í þessum nefndum en hann er varaborgarfulltrúi Vigdísar.

Innherji skýrir frá þessu. Fram kemur að Baldur hafi sagt sig úr Miðflokknum nýlega vegna deilna hans og Vigdísar. Hann hafði þó í hyggju að ljúka kjörtímabilinu en því lýkur í maí. En það gekk greinilega ekki eftir. Hann á nú ekki sæti í neinni nefnd á vegum borgarinnar en það hefur í för með sér að laun hans lækka.

Baldur Borgþórsson

Vigdís situr nú í ansi mörgum ráðum en fyrir var hún í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis, í fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hún er varamaður í velferðarráði og áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd, borgarráði og skipulags- og samgönguráði borgarinnar.

Kosið var um þessar breytingar á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi og þær samþykktar. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn, var kjörin varamaður Vigdísar í ráðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?