fbpx
Sunnudagur 08.september 2024
Eyjan

Björn Leví bendir á ítrekuð svik stjórnvalda á loforðum til þeirra verst settu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 07:59

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í rúm 20 ár hafa stjórnvöld svikið loforðið aftur og aftur. Af og til verður það svo vandræðalegt að það þarf að bæta það upp sérstaklega. Það gerðist árið 1998, 2000, 2002, 2009, 2012 og 2017,“ svona hefst grein eftir Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata, í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni „Veistu að það er verið að svíkja loforð?“.

Þessi loforð snúast um kaup og kjör þeirra sem fá lægri upphæð en lágmarkslaun í sinn hlut og hafa ekki verkfallsrétt. „Loforðið snýst um að þau sem hafa ekki færi á að semja um sín laun, með aðgerðum sem allir aðrir hafa, fái að minnsta kosti sömu launahækkun og allir aðrir. Þetta er loforðið sem hefur ítrekað verið brotið. Á síðasta kjörtímabili var loforðið brotið svo hressilega að þessi hópur fékk einungis þrjá fjórðu af launahækkunum allra annarra, auk þess að fá ekki lífskjarabæturnar sem var sérstaklega beint að öðrum láglaunahópum,“ segir Björn og bætir við að krónutöluhækkanir lífskjarasamninganna hafi farið annað.

Í þessum hópi eru öryrkjar og eldra fólk sem þarf að treysta á lífeyrisgreiðslu almannatrygginga. „Loforðið til þeirra hefur verið ritað í landslög. Lögin sem segja að þau sem þurfa að treysta á lífeyri og hafa ekki rétt til kjarabaráttu eins og næstum allir aðrir fái aldrei minni launahækkun en allir aðrir og að minnsta kosti aldrei lægri hækkun en verðbólgan sem étur upp allt,“ segir hann og víkur því næst að túlkun stjórnvalda á þessum lögum:

„Ástæðan fyrir því að það hefur aldrei verið staðið við loforðið hefur verið túlkun stjórnvalda á lögunum. Stjórnvöld hafa nefnilega alltaf spáð fyrir um hver launa- og verðlagsþróun verði fyrir næsta ár og veitt lífeyrisþegum launahækkun samkvæmt þeirri spá. Sú spá hefur hins vegar ítrekað verið röng – þá of lág. Yfir árin er spáin orðin samtals 50% lægri en hún hefði átt að vera miðað við raunþróun á launum,“ segir hann.

Því næst biður hann lesendur um að pæla í því ef þeir væru með 50% lægri laun en nú er af því að stjórnvöld hafi ákveðið að „túlka“ kjarasamninga þína öðruvísi en það sem stendur í þeim. „Þegar þú átt að fá 6% hækkun á launum færðu bara 4% hækkun. Væri það bara í lagi? Á næsta ári á að hækka lífeyri um 5,6%. Það er ágætishækkun umfram spá, sem er 3,6%. Ástæðan fyrir því er sögð vera vanmat stjórnvalda á verðbólgu í fyrra, sem átti að vera 3,6% en varð 4,4%. Það er því verið að bæta lífeyrisþegum upp tapið á þessu ári með 0,8% hækkun að viðbættri sérstakri 1% launahækkun. Vandinn er að launavísitala hækkaði miklu meira á þessu ári, eða um 7,6%. Það vantar því heil 2% í viðbót til þess að lífeyrisþegar haldi í við launaþróun,“ segir hann og bætir við að enn einu sinni sé verið að svíkja loforð en þó sé nú viðurkennt að leiðrétta þurfi vanmat fyrra árs og það sé gríðarleg framför.

„Það fer hvergi nærri því að leiðrétta rúmlega 50% uppsafnað vanmat en það er ágætt fyrsta skref. Vandinn hefur verið viðurkenndur, næsta verkefni er að leiðrétta svikin loforð,“ segir hann síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Er þetta ekki orðið gott, Ásgeir?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Er þetta ekki orðið gott, Ásgeir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Nú er horfið Norðurland

Steinunn Ólína skrifar: Nú er horfið Norðurland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landsmönnum finnst flugfélagið PLAY hafa jákvæðari áhrif á samfélagið en Icelandair

Landsmönnum finnst flugfélagið PLAY hafa jákvæðari áhrif á samfélagið en Icelandair
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hyggst ekki yfirgefa flokkinn þó fýlan hafi lekið af honum

Hyggst ekki yfirgefa flokkinn þó fýlan hafi lekið af honum