fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Íslenskar konur fá lægri eftirlaun en karlar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem kemur fram í nýrri alþjóðlegri skýrslu þá fá íslenskar konur 13,2% lægri eftirlaun en karlar eftir 65 ára aldur. Það voru Mercer fjármálafyrirtækið og CFA Institute sem gerðu skýrsluna ásamt Monash-háskólanum í Ástralíu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Skýrslan er að stórum hluta byggð á tölum frá OECD. Fram kemur að kynjahalli eftirlauna hér á landi sé 13,2%. Þetta þýðir að karlar fá 13,2% meira greitt í eftirlaun en konur. Þetta er töluverður munur en Ísland kemur vel út í samanburði við hin ríkin. Meðaltalið innan OECD er 25,6%. Mesti munurinn er í Japan eða 47,4% en Japanar standa öðrum vestrænum ríkjum langt að baki hvað varðar jafnrétti kynjanna. Minnsti munurinn reyndist vera í Eistlandi eða 3,3%.

Fréttablaðið hefur eftir Þóreyju Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, að ýmsar ástæður séu fyrir þessum kynjahalla. „Konur eru að jafnaði meira í hlutastörfum og koma meira að því að sinna ólaunuðum störfum, eins og að sinna fjölskyldu og börnum. Ef konur lengja fæðingarorlof þá er ekki greitt í lífeyrissjóð. Þá verja konur aðeins styttri tíma á vinnumarkaði og lifa að jafnaði lengur en karlar,“ sagði hún.

Einnig sé algengt að hjón fari á eftirlaun á sama tíma þó konan sé yngri. „„Þetta er pólitískt mál sem er mjög þarft að ræða og rýna. Við greiðum ákveðna prósentu launa í lífeyrissjóð og þeir sem eru á lægri launum leggja þar með minna fyrir. Almannatryggingakerfið er mjög tekjutengt og jafnar þar með stöðuna gagnvart þeim sem eiga lítil lífeyrisréttindi,“ sagði hún.

Íslenska eftirlaunakerfið fékk 84,2 stig af 100 mögulegum í einkunn og er efst allra OECD-ríkjanna. Er kerfið sagt vera fyrsta flokks og burðugt og veiti góð fríðindi, sé sjálfbært og einkennist af heilindum. Dönsku og hollensku kerfin fengu einnig A í einkunn og eru þetta einu ríkin sem fengu þá einkunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn