fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Eyjan

Þrjú rótgróin iðnfyrirtæki sameinast – Áætluð velta verður um 4 milljarða fyrir 2023.

Eyjan
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstur þriggja rótgróinna íslenskra iðnfyrirtækja sameinaðist 1. nóvember sl. Um er ræða Trésmiðjuna Börk, Gluggasmiðjuna Selfossi og Glerverksmiðjuna Samverk og mun hið sameinaða fyrirtæki starfrækja fjórar verksmiðjur. Nú þegar er framleiðsla á Akureyri, Hellu og Selfossi, með söluskrifstofa í Kópavogi. Til viðbótar mun bætast við ein verksmiðja á höfuðborgarsvæðinu. Áætluð velta sameinaðs fyrirtæki verður allt að 4 milljarðar fyrir árið 2023 samkvæmt fréttatilkynningu hins sameinaða fyrirtækis.

Samverk

Áhersla hins sameinaða fyrirtækis er að framleiða eins umhverfisvæna glugga, hurðir og gler og hægt er á Íslandi. Innlend framleiðsla, með endurnýjanlegri orku, verður því lykillinn að framtíðarsýn félagsins. Til að ná þessum markmiðum verða allar leiðir notaðar til að minnka kolefnisspor fyrirtækisins, í trausti þess að byggingamarkaðurinn, eins og aðrir markaðir verði mjög meðvitaður um kolefnisspor sinna birgja í framtíðinni.

,,Það er mjög spennandi að þessi rótgrónu iðnfyrirtæki séu að sameinast, en rekstrarsaga þeirra allra er mjög löng. Öll eru þau stofnuð fyrir 1970 og eru því öll orðin yfir 50 ára gömul,  með mikla reynslu og þekkingu innanborðs. Þessi fyrirtæki eru mikilvæg í íslenskri iðnsögu og framleiða vörur sem eru sérstaklega þróaðar með íslenskum byggingaraðilum, fyrir innlendan markað. Nú þegar þessi sameining hefur orðið, mun styrkur sameinaðs fyrirtækis verða mikill og tryggir áframhaldandi framleiðslu og þróun á Íslandi. Það eykur afhendingaröryggi og styttir afgreiðslutíma, ásamt því að kolefnisspor íslenskra bygginga verður minna með notkun endurnýjanlegrar orku við framleiðslu. Framleiðsla sem þessi er mjög orkufrek, má þar sérstaklega nefna herslu á gleri,” segir Kristján Ragnar Ásgeirsson, fjármálastjóri hins nýja fyrirtækis.

 

Hið sameinaða fyrirtæki verður með fjölbreytt vöruúrval og betri þjónustu, enda verður í einu fyrirtæki bæði þjónustað og framleitt; flestar tegundir glers, gluggar og hurðir úr timbri, áli og áltré. Einnig svalalausnir úr áli og gleri, gangalokanir fyrir fjölbýlishús, gróðurhús úr timbri og nýjasta viðbótin er innflutningur á ítölskum innréttingum fyrir verktaka. Nú þessa dagana er verið að auglýsa eftir framkvæmdastjóra fyrir sameinað fyrirtæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“
Eyjan
Í gær

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orri Páll verður formaður þingflokks VG

Orri Páll verður formaður þingflokks VG
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar