fbpx
Sunnudagur 25.janúar 2026
Eyjan

Ísland stendur ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. október 2021 09:00

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við munum ekki ná að standa við þjóðréttarlegar skuldbindingar okkar gagnvart Evrópusambandinu hvað varðar samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland þarf því að draga enn frekar úr losun á næsta ári að sögn formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ekkert bendi til að við náum að standa við skuldbindingar okkar gagnvart Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Í núgildandi samningi Íslands og ESB er kveðið á um að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda um einn tíunda hluta af 29% samdrætti ár hvert frá 2021 til 2030 í þeim geirum sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á. Þessir geirar eru vegasamgöngur, sjávarútvegur, landbúnaður, úrgangur og smærri iðnaður.

Samkvæmt samningi Íslands og ESB á samdrátturinn að vera línulegur í þessum geirum.

Miðað við stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og nýja eldsneytisspá Orkustofnunar náum við ekki að standa við þessar skuldbindingar á þessu ári eða næstu árum.

Fréttablaðið segir að samkvæmt eldsneytisspánni verði samdráttur í vegasamgöngum og hjá fiskiskipum mun minni en kveðið er á um í aðgerðaáætluninni. Í stöðuskýrslunni kemur fram að aðgerðir á sviði úrgangsmála og vegna losunar frá jarðvarmavirkjunum séu mjög skammt á veg komnar.

Haft er eftir Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að Ísland sé þjóðréttarlega búið að skuldbinda sig til að ná ákveðnum markmiðum. „Ef það ekki næst þá þarf að draga meira úr losun árið eftir. Ég held að þetta sé töluverður hausverkur fyrir íslensk stjórnvöld,“ er haft eftir honum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sagði ljóst að Ísland og önnur ríki þurfi að grípa til hertra aðgerða. Aðgerðaáætlunin frá 2020 sé lykilstjórntæki og þurfi að efla hana og styrkja. „Umhverfisstofnun vinnur nú að uppfærðum framreikningum á losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, miðað við uppfærða eldsneytisspá Orkustofnunar. Þegar þeir útreikningar liggja fyrir fáum við gleggri mynd af stöðunni,“ segir í skriflegu svari hans til Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddvitaslagur Samfylkingarinnar í Reykjavík: Auðvitað er ég að fara gegn Heiðu með framboði mínu, segir Pétur

Oddvitaslagur Samfylkingarinnar í Reykjavík: Auðvitað er ég að fara gegn Heiðu með framboði mínu, segir Pétur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ingibjörg tilkynnir formannsframboð

Ingibjörg tilkynnir formannsframboð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Mikilvægt að hafa Ingu og Flokk fólksins í ríkisstjórninni – sinnum hópum sem hafa verið hliðsettir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Mikilvægt að hafa Ingu og Flokk fólksins í ríkisstjórninni – sinnum hópum sem hafa verið hliðsettir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Af óttanum skulið þið þekkja þá

Sigmundur Ernir skrifar: Af óttanum skulið þið þekkja þá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín kallar fulltrúa Bandaríkjanna á teppið vegna ummæla Long

Þorgerður Katrín kallar fulltrúa Bandaríkjanna á teppið vegna ummæla Long
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Skil ekki að Miðflokkurinn taki undir með þeim sem vilja brjóta niður vörn heimila, neytenda og minni fyrirtækja

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Skil ekki að Miðflokkurinn taki undir með þeim sem vilja brjóta niður vörn heimila, neytenda og minni fyrirtækja