fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Biden berst fyrir pólitísku lífi sínu – Nú reynir á tíunda lífið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. október 2021 22:00

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstu vikur munu væntanlega skera úr um pólitíska framtíð Joe Biden, Bandaríkjaforseta, að margra mati. Ef honum tekst að ekki að ná samstöðu innan þingflokks Demókrata um innviðapakkann svokallaða sé augljóst að Demókratar tapi illa í þingkosningunum 2022 og í framhaldi verði auðvelt fyrir Repúblikana að endurheimta völdin í Hvíta húsinu.

Stundum er sagt að kettir séu með níu líf og í tilfelli Biden má kannski segja að hann berjist nú fyrir að bjarga tíunda pólitíska lífi sínu í tengslum við innviðapakkann. Hann hefur verið talinn meistarastykki Biden en í síðustu viku sigldu viðræður um hann í strand í þinginu og eftir stendur Biden í vanda.

Strandið kom á versta hugsanlega tíma fyrir hann. Hvert pólitíska áfallið hefur riðið yfir hann á síðustu mánuðum. Hin erfiða staða vegna heimsfaraldursins í Bandaríkjunum, vaxandi verðbólga og svo auðvitað ringulreiðin í kringum brotthvarf bandaríska hersins frá Afganistan. Í kjölfar hans fór stuðningur við Biden í fyrsta sinn niður fyrir 50%, eftir að hann tók við forsetaembættinu, samkvæmt könnunum sem mæla vinsældir forsetans. Öll þessi mál hafa veikt stöðu hans að margra mati.

Viðsnúningur

Valdatíðin byrjaði vel hjá Biden. Honum tókst að koma innviðapakkanum í gegnum aðra deild þingsins í vor með því að beita pólitískum hæfileikum sínum. Pakkinn, sem er upp á 1.000 milljarða dollara, á að bæta vegi, lestarsamgöngur, strætisvagnasamgöngur og Internetsamband og dreifikerfi raforku um allt landið.

En innviðapakkinn hefur eiginlega hrunið í höndunum á Biden eftir sigurinn í vor því hin svokölluðu framsæknu öfl í Demókrataflokknum neita að styðja hann nema hófsömu öflin í flokknum greiði atkvæði með félags- og loftslagsmálapakka upp á 4.000 milljarða dollara. En það vilja hófsömu öflin ekki gera, þau telja pakkann alltof dýran og vinstrisinnaðan.

Nú verður Biden að fá þessi öfl til að ná saman til að koma innviðapakkanum í gegnum þingið. Hann hefur almennt notið mikils stuðnings í Bandaríkjunum því flestir telja að þeir muni njóta góðs af betri vegum, betra Internetsambandi og öðrum sem felst í pakkanum. Ef Biden nær ekki að sameina Demókrata á þingi um stuðning við báða pakkana þá telja stjórnmálaskýrendur nokkuð víst að þeir muni tapa stórt fyrir Repúblikönum í þingkosningunum á næsta ári.

En Biden hefur ekki gefist upp enda þekktur baráttumaður og á löngum þingferli tókst honum að koma fjölda pólitískra samninga í örugga höfn. Hann verður nú að notast við alla sína reynslu og hæfileika til að sameina þingmenn Demókrata og tryggja stuðning við báða pakkana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða