fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Brynjar telur að þetta sé ástæðan fyrir fylgistapi Samfylkingarinnar

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 2. maí 2021 15:05

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Menn hafa velt því fyrir sér hvernig á því standi að Samfylkingin sé í frjálsu falli á sama tíma og hún er í stjórnarandstöðu á krepputímum og helsti keppinautur þeirra um atkvæði á vinstri vængnum er í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Frjálst fall við þessar aðstæður hlýtur að vera einhvers konar met.“

Þetta segir Brynjar Níelsson í nýjustu færslu sinni á Facebook. Færslan fjallar um fylgistap Samfylkingarinnar en flokkurinn hrapaði um rúm fjögur prósentustig í síðustu skoðanakönnun MMR.

„Margir hafa um kennt klúðurslegri uppstillingu á lista flokksins í Reykjavík,“ segir Brynjar og hjólar svo í Rósu Björk Brynjólfsdóttur, sem fór nýlega frá Vinstri grænum og yfir í Samfylkinguna, og Jóhann Pál Jóhannsson, fyrrverandi blaðamann á Stundinni. „Það geti aldrei leitt til góðs að stilla ofarlega á lista flóttamanni frá Vg sem alltaf er með krepptan hnefa í vasa og síðan blaðamanni frá Stundinni sem aldrei hefur lagt neitt gott til og eina ástæðan fyrir að hann dregur andann er andúð og hatur á Sjálfstæðisflokknum. Einkennandi fyrir störf þeirra beggja er hagsmunagæsla fyrir aðra en þá sem byggja þetta land.“

Brynjar er þó ekki á því að innanflokksátök og klúður við uppstillingu séu aðal ástæðan fyrir fylgistapi Samfylkingarinnar. Hann nefnir svo það sem hann telur að ástæðan sé. „Tækifærismennska, sem allir eru farnir að sjá í gegnum, skaðar flokkinn mest til lengri tíma. Í stað þess að tala fyrir stefnu sinni endurómar Samfylkingin það sem hún telur vinsælast á samfélagsmiðlum hverju sinni þegar hún er ekki að tala um hvað aðrir eru spilltir og óheiðarlegir. Enginn flokkur nýtur trausts eða skapar sér trúverðugleika sem slíkri framgöngu,“ segir hann.

„Á tyllidögum talar Samfylkingin um að hún sé að gæta hagsmuna þeirra sem standa höllum fæti. En hún gerir það ekki með því að tala sífellt niður og tortryggja atvinnulífið. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar. Flokkar sem telja að velgengni í atvinnulífinu sé á kostnað almennings eiga ekkert erindi í pólitík. Fólk upplifir að Samfylkingin sé fyrst og fremst í hagsmunagæslu fyrir RUV og þröngan hóp í mennta- og menningarelítunni, stundum kallað fræga fólkið, sem heldur að heimurinn snúist um það sjálft.“

Brynjar botnar færsluna svo með því að segja að hann sé í góðu skapi. „Þrátt fyrir þessa færslu liggur alveg ljómandi vel á mér. Ég er bjartsýnn á framtíðina og hef mikla trú á þessari þjóð. Við þurfum bara að losna við samfélagsmiðlana, þá eru okkur allir vegir færir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum