fbpx
Þriðjudagur 15.júní 2021
Eyjan

Jóhann skammar Jón Steinar fyrir að líkja sóttvörnum við Hitler – „Ósmekklegt og ófyrirleitið“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 12. apríl 2021 15:14

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á öll­um tím­um hef­ur það verið öfl­ugt vopn í heimi mann­anna að nýta ótta við ut­anaðkom­andi hættu til að ná póli­tísk­um yf­ir­ráðum yfir hinum ótta­slegnu. Sag­an seg­ir til dæmis að al­menn­ing­ur í Þýskalandi á tím­um Hitlers hafi verið svo hrædd­ur að fólkið hafi nán­ast lagt bless­un sína yfir ill­virki hans við út­rým­ingu á millj­ón­um gyðinga á árum síðari heims­styrj­ald­ar.“

Svona hefst pistill sem lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag. Í pistlinum líkir Jón Steinar óttanum sem Hitler notaði í Þýskalandi á tímum nasismans við óttann við kórónuveiruna sem sóttvarnaryfirvöld nota hér á landi til að sannfæra fólk um að fylgja settum reglum.

„Íslenska dæmið sem nú skell­ur á okk­ur er auðvitað ekki jafnal­var­legt og þetta þýska dæmi. En það er af sömu teg­und,“ segir Jón. „Við Íslend­ing­ar erum nefni­lega að upp­lifa það að stjórn­völd leitast við að nýta ótta þjóðar­inn­ar við veiruna miklu til að fá hana til fylgilags við of­beld­is­fulla stýr­ingu á hátt­semi manna í því skyni að ná tök­um á veirunni.“

Jón Steinar talar svo um „orðhák úr röðum vísindamanna“ en nokkuð ljóst er að Jón á þar við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. „Hann hall­mæl­ir dóm­stól­um fyr­ir að virða meg­in­regl­ur laga og upp­nefn­ir þá sem fall­ast ekki á ruglið í hon­um. Sig­ríður And­er­sen alþing­ismaður hitti nagl­ann á höfuðið þegar hún lýsti þver­sögn­inni sem felst í því að mold­rík­ur orðhák­ur­inn, sem kom­inn er á elli­ár og vill reisa múr­vegg á landa­mær­um lands­ins, líkti öðrum mönn­um við Trump úr vest­ur­heimi frem­ur en sjálf­um sér,“ segir Jón í pistlinum.

„Hvernig halda menn að múgs­efj­un­in virkaði ef ausið væri yfir þjóðina stöðugum áróðri um skaðsemi sótt­varnaaðgerða? T.d. um aukna tíðni sjálfs­víga, þung­lyndi, at­vinnu­leysi, ógreinda sjúk­dóma, frestaðar skurðaðgerðir og heim­il­isof­beldi, en lítið væri talað um skaðsemi veirunn­ar. Ætli múgs­efj­un­in gæti þá snú­ist við? Þó að nauðsyn­legt sé að fást við veiruna ætt­um við að muna að önn­ur verðmæti eru í gildi í okk­ar landi sem við ætt­um ekki að fórna í henn­ar þágu. Þar á ég við lýðræðis­legt skipu­lag, þar sem leit­ast er við að vernda frelsi og mann­rétt­indi borg­ar­anna. Lát­um ekki orðháka af ætt Trumps spilla þeim verðmæt­um.“

„Ósmekklegt og ófyrirleitið“

Ljóst er að ekki eru allir sáttir með skrif Jóns en einn af þeim sem andmælir pistli hans er Jóhann Þorvarðarson, fastur pistlahöfundur á Miðjunni. Jóhann lýsir skoðun sinni á pistli Jóns í pistli sem hann skrifar sjálfur og birtist einmitt á Miðjunni. „Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ritar einstaklega óábyrga og ósmekklega grein í Mogga dagsins. Telur líkindi vera á milli múgsefjunar Hitlers og baráttu íslenskra sóttvarnaryfirvalda við veiruna. Báðir aðilar eiga víst að stunda þá iðju að notfæra sér ótta almennings til að ná fram tiltekinni afstöðu fólks. Þar fer það sérstaklega fyrir brjóst lögmannsins að skerða þurfi ferðafrelsi þeirra sem mögulega bera veiruna,“ segir Jóhann í pistlinum.

Hann segir lögmanninn ekki átta sig á því að hér sé ekki um neina hliðstæðu að ræða. „Líkingamál lögmannsins er aftur á móti ósmekklegt og ófyrirleitið. Hitler sallaði niður gyðinga og önnur þjóðarbrot í útrás Þjóðverja á meðan þeir sem vinna að sóttvörnum á Íslandi eru að huga að almannaheilsu og vernda líf,“ segir Jóhann.

Þá furðar Jóhann sig á því að Jón hjóli í Kára Stefánsson. „Jón Steinar beinir spjótum sínum sérstaklega að Kára Stefánssyni, sem svo sannarlega hefur verið betri en enginn í baráttunni við Covid-19 veiruna. Lögmaðurinn ætti í raun að bugta sig í hvert sinn sem hann heyrir vísindamanninn Kára tjá sig um sóttvarnarmál,“ segir Jóhann.

„Svo má Kári víst ekki hafa skoðanir á dómstólum, sem njóta sama og engrar virðingar hjá landanum. Kára má bara ekki verða fótaskortur á tungunni nema hann sé sagður múraður og ruglandi orðhákur. Já, Kári er víst líka kominn á elliár að sögn Jóns eins og að það takmarki eitthvað tjáningarfrelsið hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

„Ég er ekki rasisti“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stella segir að konur þurfi að hugsa vel um afleiðingar gjörða sinna

Stella segir að konur þurfi að hugsa vel um afleiðingar gjörða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórðargleði Íslendinga eftir prófkjörið í gær – „Jólin koma snemma í ár“ – „Af hverju er ekki prófkjör oftar?“

Þórðargleði Íslendinga eftir prófkjörið í gær – „Jólin koma snemma í ár“ – „Af hverju er ekki prófkjör oftar?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gengur sátt frá störfum sínum á þingi og sem ráðherra

Gengur sátt frá störfum sínum á þingi og sem ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Úrslitastundin nálgast í stóra oddvitaslagnum- Þetta er staðan eftir fyrstu tölur

Úrslitastundin nálgast í stóra oddvitaslagnum- Þetta er staðan eftir fyrstu tölur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pabbi ekur um borgina með auglýsingu – „Ég ætla að slökkva á internetinu þar til prókjör XD er búið“

Pabbi ekur um borgina með auglýsingu – „Ég ætla að slökkva á internetinu þar til prókjör XD er búið“