fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Páll Valur ósáttur við Samfylkinguna og segir stjórnmálaferli sínum lokið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 13:30

Páll Valur Björnsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jæja, þá liggur það ljóst fyrir að ég mun ekki skipa sæti á lista Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæminu góða,“ segir Páll Valur Björnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, í nýjum pistli. Þar tilkynnir Páll Valur, sem er búsettur í  Grindavík til langs tíma, að honum hafi verið hafnað af uppstillingarnefnd flokksins.

Páll Valur er afar ósáttur við þá ákvörðun Samfylkingarinnar að hverfa frá prófkjörum og stilla upp á lista:

„Það verður að segjast eins og er að þessi aðferð Samfylkingarinnar við að raða upp á lista er eiginlega alveg glötuð, ég hef reynt að verja þetta þar sem ákvörðun hvar tekin á landsfundi þar sem meirihluti samþykkti þessa leið. En það segir sig sjálft að þessi leið er eins ósanngjörn og ólýðræðisleg eins og frekast má vera. Samfylkingin hélt glæsilegan rafrænan landsfund á haustdögum þar sem að hátt í 1000 meðlimir flokksins tóku þátt og allar kosningar sem voru rafrænar gengu snurðulaust fyrir sig. Rafrænar kosningar eru framtíðin og Samfylkingin hefði getað og átt að bjóða félögum sínum upp á framboðsfundi frambjóðenda á netinu þar sem hver og einn hefði getað kynnt sig og áherslur sínar og í kjölfarið hefði mátt hafa rafræna kosningu þar sem úrslit og listi myndi liggja fyrir valinn af fólkinu í flokknum.“

https://www.facebook.com/pall.v.bjornsson/posts/10220058633275711

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að