fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Rætt um að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 09:00

Bláa lónið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta sumar fengu landsmenn ferðagjöf frá ríkinu og var um helmingur hennar nýttur af fólki eða um 700 milljónir. Nú er rætt um að gefa aðra ferðagjöf í sumar og hvernig verður þá hugsanlega hægt að útfæra hana.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gísladóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar en engin ákvörðun hafi þó verið tekin um það. Hún sagði að rétt væri að skoða útfærslu á nýrri ferðagjöf því hún hafi virkað vel á síðasta ári og haft jákvæð áhrif á hagkerfið.

Ríkisstjórnin ræðir í dag hvort önnur ferðagjöf verði gefin. „Staðan er sú að það er búið að nýta um helming ferðagjafarinnar og ráðstafa um rúmlega 700 milljónum króna þannig að það eru enn um 700 milljónir sem er þá óráðstafað,“ hefur Fréttablaðið eftir Þórdísi.

Í árslok 2020 var ákveðið að framlengja gildistíma ferðagjafarinnar til maíloka. Þórdís sagði að ekki ætti að vera mikið mál að framlengja hana enn frekar þannig að hún gildi til sumarloka en um leið væri hægt að skoða nýja gjöf fyrir þá sem hafa nýtt sína. „Það kemur alveg til greina að útfæra hana frekar og nánar. Ef ferðagjöfin er ekki nýtt af öllum þá er spurning hvort það eigi að endurgera hana þannig að þeir sem hafa nýtt hana einu sinni geri það aftur,“ sagði hún og gat þess að ekki hafi verið tekin ákvörðun um þetta.

Hún sagði að sér finnist sjálfsagt að framlengja gildistímann út sumarið og að til greina komi að endurtaka leikinn gagnvart þeim sem hafa nú þegar nýtt sér ferðagjöfina. „Þetta virkaði, þetta hefur áhrif á fyrirtækin og hagkerfið. Fyrirtækin fóru mörg hver að bjóða ýmiss konar tilboð og slíkt,“ sagði hún.

Hún sagði að næsta sumar verði líklega að stórum hluta „innanlandssumar“ en enn sé þó margt óljóst í þeim efnum. Ekki liggi fyrir hversu margir erlendir ferðamenn komi til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum