fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Eyjan

Liz Cheney heldur sæti sínu í forystu Repúblikanaflokksins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 08:45

Liz Cheney. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar fór Liz Cheney, þingmaður Repúblikanaflokkins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, gegn stefnu flokksins þegar hún greiddi atkvæði með því að Donald Trump yrði stefnt fyrir ríkisrétt. Margir kröfðust þess að henni yrði vikið úr stjórn flokksins en þá atlögu stóð hún af sér á öruggan hátt á miðvikudagskvöldið þegar þingmenn flokksins í fulltrúadeildinni greiddu atkvæði um málið.

145 studdu áframhaldandi veru hennar í forystunni en 61 var á móti. CNN skýrir frá þessu.

Cheney var hæst setti Repúblikaninn sem studdi ákæru á hendur Trump en tíu þingmenn flokksins í fulltrúadeildinni greiddu atkvæði með ákæru. Áður en þingmennirnir gengu til atkvæðagreiðslu sagði Cheney að hún ætlaði ekki að biðjast afsökunar á hvernig hún hefði greitt atkvæði.

Heimildarmaður, sem var á fundinum, sagði CNN að leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy styðji Cheney og það geri hinn áhrifamikli Steve Scalise einnig.

Cheney er þriðji valdamesti Repúblikaninn í fulltrúadeildinni en hún er dóttir Dick Cheney, fyrrum varaforseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni