fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

„Skjótur dauðdagi“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 23. janúar 2021 09:26

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Meiri­hlut­inn í Reykja­vík gef­ur ekki mikið fyr­ir minni­hlut­ann. Til­lög­ur minni­hlut­ans eru yf­ir­leitt af­greidd­ar með hraði og vísað frá.“

Svona hefst ritstjórnargrein Morgunblaðsins í blaði dagsins en eins og kunnt er er Davið Oddsson ritstjóri blaðsins og því líklegt að hann hafi haldið á pennanum við skrifin. „Þannig fór fyr­ir til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins um að um­hverf­is- og skipu­lags­sviði borg­ar­inn­ar yrði falið að hefja skipu­lagn­ingu at­vinnu­lóða í landi Keldna,“ segir í greininni.

Þá er vísað í orð Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni. „Hún fékk skjótan dauðdaga,“ sagði Eyþór í samtali við Morgunblaðið í gær en samkvæmt greininni var hann ekki kátur. „Með þessu hefði glat­ast „stærsta tæki­færið til að koma í veg fyr­ir flótta fyr­ir­tækja úr borg­inni, og sömu­leiðis að tryggja meira jafn­vægi þannig að um­ferðin sé ekki öll í eina átt á há­anna­tím­um“,“ segir svo í umræddri ritstjórnargrein.

Þá segir í greininni að erfitt sé að raða málunum sem tekist er á um í borginni inn á pólitískt litróf. „Meg­in­regla sitj­andi meiri­hluta virðist vera sú að próf­steinn hug­mynd­anna sé ekki ágæti þeirra eða verðleik­ar, held­ur hvaðan þær koma,“ segir í greininni.

„Til­lag­an um Keldna­landið er gott dæmi um þetta. Komi hug­mynd­ir frá minni­hlut­an­um hljóta þær „skjót­an dauðdaga“. Í því ljósi er af­leitt að hug­mynd­in að borg­ar­lín­unni, sem ef af verður hef­ur alla burði til að verða ein­hver mesta pen­ingahít í sögu borg­ar­inn­ar, skyldi ekki koma frá minni­hlut­an­um í borg­ar­stjórn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður