fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Gunnar segir að Kolbeinn sé kominn á flótta – „Flóttinn byrjaður“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 12:00

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kolbeinn kominn á flótta“ heitir nýjasti pistillinn sem Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, skrifar en pistillinn birtist á Miðjunni í dag.

Í pistlinum talar Gunnar Smári um að Kolbeinn Óttarsson Proppé sé á flótta. „Flóttinn byrjaður. Samkvæmt könnunum myndi VG tapa 4-6 þingmönnum ef kosið væri í dag og fáir telja að flokkurinn hafi sóknarfæri í kosningabaráttunni, þurfandi að sækja fylgi til vinstri í skugga einkavinavæðingar og annarrar hægri einkenna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Kolbeinn var í öðru sæti í Reykjavík suður, á eftir Svandísi Svavarsdóttur,“ segir Gunnar.

„Hann metur það nú að fyrsta sæti í Suðurkjördæmi, þar sem Ari Trausti sat, sé öruggara, en Ari Trausti mun ekki fara í framboð aftur. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, heiðabóndi, var í öðru sæti, en hefur ekki gefið upp opinberlega hvort hún sækist eftir sæti Ara Trausta.“

Gunnar segir að með því að meta fyrsta sætið í Suðurkjördæminu öruggara en annað sætið í Reykjavík suður megi ætla að fólk sé að reikna með litly fylgi VG eða um 8-10%. „Ef það fer neðar, í um 7%, verður fátt öruggt nema fyrstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum, í Kraganum og Norðaustri,“ segir hann.

„Það væri svo happadrætti uppbótarþingmanna sem réði því hvaðan einn eða tveir þingmenn enn kæmu. Ef fylgið fer enn neðar, 5-6%, verður varla önnur sæti viss en Reykjavík norður og Norðaustur og svo annað hvort Kraginn eða Reykjavík suður. Ef fylgið fer undir 5% er möguleiki á að Katrín Jakobsdóttir næði því að verða kjördæmakjörin í Reykjavík norður, annars myndi flokkurinn þurrkast út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar