fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Ekkert rætt um nagladekk í stefnu borgarinnar um loftslagsmál

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku voru drög að stefnu Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum næstu fimm árin kynnt í umhverfis- og heilbrigðisráði. Stefnan verður kynnt fyrir borgarstjórn á fimmtudaginn. Í stefnunni kemur ekkert fram um nagladekk sem Vegagerðin segir að séu langveigamesti þátturinn í svifryksmyndun frá umferð.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sat í stýrihópi um loftslagsstefnuna. Fréttablaðið hefur eftir henni að hún sé ekki endilega sammála öllu sem fram kemur í stefnunni og því sé hún með fyrirvara við stefnuna í heild sinni og hafi gert bókun um það. Hún hafi hins vegar ekki greitt atkvæði á móti henni því tillit hafi verið tekið til sjónarmiða hennar.

Í stefnunni er ekkert minnst á nagladekk og hefur Fréttablaðið eftir Vigdísi að ástæða sé fyrir því. „Það sem birtist okkur er að það er mikil uppbygging á Suðurlandi vegna lóðaskortsstefnu meirihlutans í borginni. Fólk er að leita eftir stærra húsnæði, jafnvel leikskólaplássi en foreldrarnir þurfa að sækja vinnu til borgarinnar. Það er því ekkert hægt að taka nagladekk úr umferð,“ sagði hún. Hún benti einnig á að götur séu illa þrifnar.

Í skýrslu Vegagerðarinnar, Losun svifryks frá gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu – ferlar og líkan, segir að verulega þurfi að draga úr notkun nagladekkja því næmnigreining gefi til kynna að nagladekkjanotkun sé langveigamesti þátturinn í svifryksmyndun frá umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn