fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Eyjan

Bogi Nils sakaður um lögbrot – Nýtt flugfreyjufélag segist „tilbúið til umræðu“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 09:19

Bogi Nils Bogason. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er sakaður um lögbrot af Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ), fyrir að senda tölvupóst í gær til flugfreyja og flugþjóna Icelandair með upplýsingum um samningstilboð félagsins til FFÍ. RÚV greinir frá.

Bogi segir að sendingin hafi verið í samræmi við stefnu félagsins um góða upplýsingagjöf til starfsfólks, en formaður FFÍ segir að um brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sé að ræða þar sem Bogi sé að sniðganga félagslega forystu FFÍ og samningsnefndirnar.

Bogi gerði slíkt hið sama í kjaradeilunni við flugmenn fyrr í þessum mánuði, er hann sendi tillögur sínar beint á flugmenn líkt og Eyjan greindi frá:

Sjá nánar : Telja aðgerðir Boga Nils vera brot á lögum – Sjáðu samninginn sem hann sendi beint á flugmenn

Nýr valkostur við FFÍ

Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍF), segir að Icelandair sé velkomið til viðræðna við sig eftir að kjarasamningar náðust ekki við Flugfreyjufélag Íslands. Þetta kemur fram í Mannlífi sem kom út í dag.

Íslenska flugstéttafélagið var stéttarfélag flugmanna WOW air á sínum tíma en breytti síðar um nafn. Það er löggilt stéttarfélag flugmanna og flugliða og því raunhæfur kostur fyrir Icelandair. Félagið þyrfti þó að láta reyna á forgangsréttarákvæði í núgildandi kjarasamningum við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ)

Icelandair fékk mikla gagnrýni í vikunni fyrir að íhuga að semja við nýtt flugfreyjufélag þegar kjaradeilan stóð sem hæst við FFÍ. Þegar ljóst var að samningar næðust ekki sagðist Bogi Nils  að allir möguleikar yrðu skoðaðir í framhaldinu, en hann hefur ávallt neitað fyrir að vera í viðræðum við önnur félög.

Íslenska flugstéttafélagið er með virka samninga við starfsmenn Play til 2023 og segir Vignir að hann hafi ekki rætt við Icelandair en allir séu velkomnir:

„Þetta eru góðir og gildir kjarasamningar sem við erum mjög sátt með. Við höfum ekki rætt við einn eða neinn um komuna til okkar. Við getum hins vegar alveg verið önnur leið fyrir Icelandair því við erum löggilt stéttarfélag. Við gætum alveg verið kostur og erum alveg tilbúin til umræðu en við erum ekki í formlegum samræðum. Sé til okkar leitað vísum við engum frá enda bjóðum við alla velkomna.“

Samkvæmt Mannlífi hafa flugfreyjur þegar samið við Play á mun lægri kjörum en tilboð Icelandair hljóðaði upp á til FFÍ. Þá virðist sem að áhafnasamningar FFÍ við WOW hafi verið um 30% lægri en núverandi kjarasamningur við Icelandair og undrast Mannlíf því þá hörku sem FFÍ sýndi nú í viðræðunum við Icelandair, sem riðar á barmi gjaldþrots.

Stór dagur í dag

Í dag fer fram hluthafafundur Icelandair. Bogi lagði mikla áherslu að ná samningum fyrir fundinn svo félagið gæti ráðist í hlutafjárútboð. Morgunblaðið greinir hins vegar frá því í dag að Gildi lífeyrissjóður, sem á rúmlega 7 prósenta hlut í félaginu, hyggist gefa félaginu heimild til að ráðast í hlutfjárútboð engu að síður og aðrir hluthafar muni gera slíkt hið sama.

Ef ekki fæst heimild til hlutafjárútboðs, eða nægilegt hlutfé næst ekki fáist leyfið, er ljóst að Icelandair muni fara í þrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Áslaug Arna: „Mark­mið okk­ar er óbreytt“ – „Við mun­um halda því áfram“

Áslaug Arna: „Mark­mið okk­ar er óbreytt“ – „Við mun­um halda því áfram“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óvissa með þátttöku lífeyrissjóða í hlutafjárútboði Icelandair

Óvissa með þátttöku lífeyrissjóða í hlutafjárútboði Icelandair
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bendir á meinta hræsni Áslaugar – „Sjálfstæðisflokks-konur eru Sjálfstæðisflokks-konum bestar“

Bendir á meinta hræsni Áslaugar – „Sjálfstæðisflokks-konur eru Sjálfstæðisflokks-konum bestar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fundur við ráðherra staðfesti áhyggjur starfsmanna

Fundur við ráðherra staðfesti áhyggjur starfsmanna