fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Eyjan

Efnt til samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. apríl 2020 16:50

Leikskóli - Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð samþykkti þann 2. apríl sl. að efna til opinnar hönnunar- og framkvæmdasamkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð. Framkvæmdin er hluti verkefnisins „Brúum bilið“sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum fyrir yngri börn og brá bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, samkvæmt tilkynningu Reykjavíkurborgar.

Nýr miðbæjarleikskóli mun rísa í suðvesturhluta reitsins sem afmarkast af Grettisgötu, Njálsgötu, Rauðarársstígs og Snorrabrautar, þar sem Njálsgöturóló hefur verið um árabil. Lagt er til að greitt aðgengi sé að fjölskyldumiðstöðinni utan frá þar sem opnunartími miðstöðvarinnar verður einnig utan hefðbundins opnunartíma leikskólans. Lögð verður áhersla á að bæði inni og útisvæði verður hönnuð sérstaklega með áherslu á hreyfiþroska og sköpun barna.

Stefnt er að því að 116 börn á aldrinum 1-6 ára geti dvalið í nýjum miðbæjarleikskóla. Hann myndi rýma 36 fleiri pláss en í leikskólanum Miðborg sem nú er rekinn í þremur húsum; Barónsborg, Njálsborg og Lindarborg.

Áætlað er að niðurstaða samkeppninnar geti legið fyrir á síðari hluta ársins 2020 en nýr miðborgarleikskóli og fjölskyldumiðstöð á að rísa á árunum 2021-2022.

Bréf lagt fyrir á fundi borgarráðs

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð