fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Efnt til samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. apríl 2020 16:50

Leikskóli - Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð samþykkti þann 2. apríl sl. að efna til opinnar hönnunar- og framkvæmdasamkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð. Framkvæmdin er hluti verkefnisins „Brúum bilið“sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum fyrir yngri börn og brá bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, samkvæmt tilkynningu Reykjavíkurborgar.

Nýr miðbæjarleikskóli mun rísa í suðvesturhluta reitsins sem afmarkast af Grettisgötu, Njálsgötu, Rauðarársstígs og Snorrabrautar, þar sem Njálsgöturóló hefur verið um árabil. Lagt er til að greitt aðgengi sé að fjölskyldumiðstöðinni utan frá þar sem opnunartími miðstöðvarinnar verður einnig utan hefðbundins opnunartíma leikskólans. Lögð verður áhersla á að bæði inni og útisvæði verður hönnuð sérstaklega með áherslu á hreyfiþroska og sköpun barna.

Stefnt er að því að 116 börn á aldrinum 1-6 ára geti dvalið í nýjum miðbæjarleikskóla. Hann myndi rýma 36 fleiri pláss en í leikskólanum Miðborg sem nú er rekinn í þremur húsum; Barónsborg, Njálsborg og Lindarborg.

Áætlað er að niðurstaða samkeppninnar geti legið fyrir á síðari hluta ársins 2020 en nýr miðborgarleikskóli og fjölskyldumiðstöð á að rísa á árunum 2021-2022.

Bréf lagt fyrir á fundi borgarráðs

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“