fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Frosti segir orð Þórólfs ekki standast skoðun – „Ekki gild ástæða til að leyfa útbreiðslu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. mars 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Sigurjónsson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fer mikinn þessa dagana á samfélagsmiðlum, en hann telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 faraldursins flestar rangar og hefur hann gagnrýnt bæði orð og aðgerðir yfirvalda, meðal annars í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Sjá nánar: Frosti segir lækna vera mjög uggandi í opnu bréfi til Katrínar – „Er það bara ásættanlegt?“

Stenst ekki skoðun

Í gærkvöldi skrifaði hann síðan færslu þar sem hann rengir orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis í Silfrinu á sunnudag.

Þar sagði Þórólfur að ef beitt yrði afar hörðum aðgerðum nú til að koma í veg fyrir smit, þar sem engin sýking yrði leyfð í samfélaginu, myndi veiran einungis brjótast fram síðar, til dæmis í sumar eða jafnvel á næsta ári.

„Þessa sömu ástæðu gefa kollegar hans í nágrannaríkjum okkar. En hún stenst ekki skoðun,“

segir Frosti og bætir við:

„Toppur kemur þá seinna“ er ekki gild ástæða til að leyfa útbreiðslu veiru sem getur valdið alvarlegum veikindum hjá 10% og jafnvel dauða hjá 1% þeirra sem smitast.“

Fjórar ástæður Frosta

Því næst setur Frosti fram fjórar ástæður þess að skynsamlegt sé að stoppa veiruna strax með harðari aðgerðum:

1) Þá gefst okkur tími til að afla betri þekkingar á veirunni og sjúkdómnum. Tími til að þróa lyf og lækningar þannig að sjúkdómurinn verði léttari þeim sem smitast.

2) Það er ekki enn vitað hvort þeir sem smitast mynda gott ónæmi gegn frekari sýkingum. Veiran hefur stökkbreyst og ekki vitað hvort hjarðónæmi skapast, hvað þá fyrir öllum afbrigðum. Betra væri að byggja upp hjarðónæmi, þegar vitað er að það sé yfirleitt mögulegt og eftir að lyf eru komin til að hjálpa þeim sem veikjast illa.

3) Það er hægt að koma í veg fyrir toppa síðar. Gátkerfi verða í gangi til að varna því að veiran komist aftur á fullan skrið. Viðbragsðáætlanir gangsettar. Hreinlæti, skjót viðbrögð, skimun, smitrakning og sóttkví mun stöðva veiruna áður en hún smitar marga.

4) Skimað reglubundið með úrtaksaðferð til að grípa smit áður en þau brjótast út. Skimun á landamærum og fleira.

Mér finnst öll rök mæla með því að stöðva þessa veiru sem allra fyrst, áður en hún veldur meira tjóni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“