fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Eyjan

Viðar gagnrýnir orð Dags um skólafólk að safna sér fyrir heimsreisu: „Þetta er blaut tuska framan í okkar fólk“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Inni í þesusm tölum eru þær hækkanir sem þegar hefur orðið sátt um að gera hjá lægstu hópunum, 90 þúsund krónur, á grunni Lífskjarasamningsins, reyndar á löngum tíma, 3-5 ára tímabili, en það hvernig borgarstjóri fær út þessar tölur fyrir ófaglægrða starfsmenn sýnist mér byggja á því að nefna mjög lága tölu sem fyrri viðmiðunarupphæð og telja ekki inn í hana ýmsar sérgreiðslur sem eru nú þegar til staðar hjá þessum hópum en telja þær svo inn í þegar hann talar um seinni töluna. Og þetta er ágætis endurspeglun á því sem okkur hefur mætt í samningaherbergjum, alls konar talnaleikfimi sem er hönnuð til þess að afvegaleiða og flækja umræðuna,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, um þær tölur sem Dagur Eggertsson borgarstjóri nefndi um tilboð Reykjavíkurborgar til ófaglærðra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Samkæmt upplýsingum frá Degi hækka lægstu laun á leikskólum úr 310.000 upp í 460.000 á samningstímanum og laun ófaglærðs deildarstjóra á leikskóla úr 417.000 upp í 572.000.

Þetta kom fram í viðtali Morgunútvarps Rásar 2 við Viðar í morgun.

Orðalag Dags um lægst launaða fólkið á leikskólunum, að það væri oft skólafólk að safna sér fyrir heimsreisu, fór fyrir brjóstið á Viðari, sem sagði:

„Þetta er blaut tuska framan í okkar fólk. Við erum hér að tala um fullorðnar manneskjur af holdi og blóði sem þurfa að lifa á þessum launum, ekki bara að halda sjálfum sér uppi, heldur oft og tíðum börnum og fjölskyldum, hér á dýrasta landsvæði, dýrasta lands í heimi. Og þetta er dauðans alvara fyrir okkar fólk og að leyfa sér að tala með þessum hætti finnst mér mjög ábyrgðarlaust og ekki hjálplegt.“

Viðar sagði að sögulegt vanmat hefði orðið á gildi ummönnunarstarfa og nú væri sögulegt tækifæri til að endurmeta gildi þeirra.

„Talnafegrun borgarstjóra“

Tilkynning sem ber yfirskriftina hér að ofan hefur borist frá Eflingu. Þar er töluleg framsetning borgarstjóra á launum ófaglærðra á leikskólum í Kastljósi í gærkvöld gagnrýnd:

„Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mætti enn á ný í sjónvarpsviðtal í gær, 19. febrúar, og fór með villandi ummæli um þau tilboð sem Reykjavíkurborg hefur gert Eflingarfélögum. Reykjavíkurborg hefur ekki boðið Eflingarfélögum sérstaka leiðréttingu lægstu launa umfram taxtahækkanir að fyrirmynd Lífskjarasamningsins svo neinu nemi.

Þær upphæðir sem borgarstjóri fór með í viðtalinu í gær, með vísun í kjör ófaglærðs leikskólastarfsmanns, byggja á því að telja ekki núverandi sérgreiðslur í byrjunarupphæð en telja þær með í lokaupphæð.

Framsetning borgarstjórans er í anda þeirra vinnubragða sem samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur viðhaft, þar sem þegar umsamin réttindi eru sett í búning kjaraviðbóta. Virðist þetta gert í þeim tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.

Staðreyndin er sú að samninganefnd Eflingar myndi samþykkja, og hefur ítrekað boðið, að grunnlaun hækki sem samsvarar lífskjarasamningnum, að viðbættri leiðréttingu á bilinu 17-46 þúsund krónur. Sú leiðrétting þyrfti ekki að vera í formi grunnlaunahækkunar heldur gæti verið sérstakt álag sem ekki kæmi inn í grunn til útreiknings á yfirvinnu og vaktavinnu.

Samninganefnd Eflingar hefur nú lagt fram þrjú tilboð byggð á tveimur ólíkum nálgunum til að ná fram leiðréttingu. Samninganefndin hefur lýst sig reiðubúna til viðræðu um upphæðir og forsendur slíkra viðbótarhækkana í tilviki ólíkra starfa og vinnustaða. Reykjavíkurborg hefur hafnað þessum nálgunum án viðræðu um hugsanlegar útfærslur og leiðir sem þær kynnu að bjóða upp á.

Fundur trúnaðarmanna Eflingar í morgun samþykkti eftirfarandi ályktun:

„Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson: þér hefur nú verið boðið að ræða kröfur okkar á fundum með félagsmönnum Eflingar ítrekað. Þú hefur ætíð hafnað þeim boðum. Þess í stað hefur þú aðeins látið sjá þig þegar þú færð að sitja einn í sjónvarpsviðtali, þar sem þú hefur talað niður okkar kjara- og réttlætisbaráttu. Þú kennir þig við stjórnmál samræðunnar. Við hörmum og fordæmum að þú viljir ekki eiga samtal við okkur, þitt eigið starfsfólk.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes skýtur á opinbera starfsmenn

Hannes skýtur á opinbera starfsmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skrif Harðar vekja hörð viðbrögð: Hver er að beita skuggastjórnun?

Skrif Harðar vekja hörð viðbrögð: Hver er að beita skuggastjórnun?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bæjarfulltrúi spyr hvort lífshættulegt sé að búa á landsbyggðinni

Bæjarfulltrúi spyr hvort lífshættulegt sé að búa á landsbyggðinni