fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Eyjan

Krefst afsagnar Dags í kjölfar kolsvartrar skýrslu – „Hrein og klár hylming á opinberum gögnum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Enn ein kolsvört skýrsla – enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnkerfi Reykjavíkur,“ segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík um frumkvæðisrannsóknarskýrslu Borgarskjalasafns Reykjavíkur varðandi braggamálið, en niðurstaða hennar var rædd á fundi borgarráðs í dag.

Í henni kemur fram að starfmenn Reykjavíkurborgar hafi gerst brotlegir við lögum skjalavörslu- og skjalastjórn í meðferð sinni á gögnum málsins, þar sem tölvupóstum var eytt og gögn falin.

Skýrslan var rædd í borgarráði í dag en borgarstjóri hefur haft hana hjá sér síðan 20. desember að sögn Vigdísar:

„Þann 20. desember var skýrslunni skilað til borgarstjóra. Nú er hún loks komin á dagskrá borgarráðs og þá sem svar við fyrirspurn minni. Ekki að frumkvæði borgarstjóra,“

segir Vigdís og vitnar í skýrsluna sjálfa:

„Ekki stendur steinn yfir steini í vinnubrögðum borgarinnar og á einum stað í skýrslunni stendur: „Í svari starfsmanns SEA segir „PDF væri best helst þannig að ekki sé hægt að opna þau“. Þessi samskipti áttu sér stað í september 2018. Í næsta tölvupósti spyr starfsmaður Arkibúllunnar hvort fundargerðirnar séu opinberar og hvort fjölmiðlar eigi rétt á aðgangi að þeim. Starfsmaður SEA svarar því ekki en segist aðeins ætla að vista þær í GoPro en ekki dreifa þeim. Tölvupóstarnir voru vistaðir í GoPro 31. janúar 2019, sex dögum eftir að Borgarskjalasafn hóf athugun þessa. Þetta er hrein og klár hylming á opinberum gögnum,“

segir Vigdís.

Borgarstjóri segi af sér

Vigdís staðfesti við Eyjuna að hún krefjist afsagnar borgarstjóra vegna málsins en í bókun sinni segir hún að Dagur þurfi að axla ábyrgð á málinu:

„Í mörgum tilvikum voru skjöl vistuð löngu eftir að þau voru búin til og svo mikil var ósvífnin að farið var í að vista mikið magn gagna eftir að Bragginn sprakk í andlit meirihlutans og eftir að Borgarsskjalasafn hóf athugun sína. Niðurstaða skýrslunnar er alveg skýr. Lög voru brotin, lög voru þverbrotin. Borgarstjóri verður að axla ábyrgð sem framkvæmdastjóri borgarinnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bjarni segir að það sé ekki nóg til – Segir slagorð ASÍ á 1. maí vera rangt – „Það vantar 300 milljarða“

Bjarni segir að það sé ekki nóg til – Segir slagorð ASÍ á 1. maí vera rangt – „Það vantar 300 milljarða“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dóra svarar fullum hálsi – „Þá verða þau voðalega móðguð og sár sem er klassískt fyrir Sjálfstæðisflokkinn“

Dóra svarar fullum hálsi – „Þá verða þau voðalega móðguð og sár sem er klassískt fyrir Sjálfstæðisflokkinn“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Unnið að endurfjármögnun Vaðlaheiðarganganna

Unnið að endurfjármögnun Vaðlaheiðarganganna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbeinn dregur framboð sitt til baka vegna slæmrar framkomu sinnar við konur

Kolbeinn dregur framboð sitt til baka vegna slæmrar framkomu sinnar við konur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Dómari tekur til máls
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilja grímurnar burt – Segir fáa trúa því að grímuskylda breyti nokkru um útbreiðslu faraldursins

Vilja grímurnar burt – Segir fáa trúa því að grímuskylda breyti nokkru um útbreiðslu faraldursins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“