fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Leggja til hjálparpakka upp á 916 milljarða dollara vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 10:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur lagt fram tillögu að hjálparpakka fyrir bandarískt efnahagslíf vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hann er upp á 916 milljarða dollara. Vonast ráðuneytið og ríkisstjórn Donald Trump til að tillagan geti komið hreyfingu á málið en það hefur verið í pattstöðu á þinginu síðustu mánuði.

Í síðustu viku kynnti þverpólitískur hópur þingmanna hugmyndir um hjálparpakka upp á 908 milljarða dollara svo ráðuneytið gengur aðeins lengra í hugmyndum sínum.

Samkvæmt tillögunni eiga yfirvöld í ríkjum Bandaríkjanna að fá peninga til ráðstöfunar sem og sveitarstjórnarstigið. Einnig er kveðið á um peninga fyrir fyrirtæki, skóla og háskóla til að hjálpa þeim að standa við skuldbindingar sínar og starfa áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Steven Mnuchin, fjármálaráðherra. Hann kynnti tillöguna fyrir Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni í gær. Hann hefur einnig kynnt hana fyrir Donald Trump, forseta, og Mitch McConnel, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni.

Flokkarnir hafa mánuðum saman reynt að ná saman um hjálparpakka og hefur ríkisstjórn Trump einnig komið að málum en lítið hefur miðað.

Fyrr á árinu samþykkti þingið hjálparpakka upp á 2,2 billjónir dollara. Hann átti að styrkja efnahagslífið en langt er síðan að pakkinn rann úr gildi.

Tillaga fjármálaráðuneytisins er eitt af síðustu tækifærum ríkisstjórnar Trump til að koma hjálparpakka í gegnum þingið áður en Joe Biden og stjórn hans taka við völdum 20. janúar næstkomandi.

Það þrýstir enn frekar á alla aðila að leysa málið að í lok desember renna út ákvæði fyrri hjálparpakkans um aðstoð við atvinnulausa. Hugveitan The Century Foundation telur að um 12 milljónir Bandaríkjamanna muni þá missa fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki