fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Eyjan

Það þarf hærri skatta, niðurskurð eða hagvöxt til að ríkissjóður geti rétt úr kútnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 07:55

Fyrirtæki geta tapað háum fjárhæðum vegna vörusvika.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna hækkunar langtímavaxta er ríkissjóður verr í stakk búinn til að rétta úr kútnum en annars ef staðan er borin saman við önnur vestræn ríki sem búa við betri vaxtakjör. Þau ríki sjá fram á minni skuldasöfnun vegna þeirrar kreppu sem heimsfaraldur kórónuveirunnar veldur.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. „Aukning skulda leggst því þyngra á íslenska ríkið sem þarf meiri skattheimtu, niðurskurð eða hagvöxt til að grynnka á skuldum í framtíðinni,“ er haft eftir Ingólfi Bender, aðalhagfræðingi Samtaka iðnaðarins sem sagði einnig að það þurfi að fara mjög varlega í þessum málum.

Blaðið segir að ef miðað sé við að skuldir ríkissjóðs verði um 65% af landsframleiðslu 2025 verði á þeim vöxtum sem ríkið fjármagnar sig á til tíu ára eins og staðan er í dag, en þeir eru um 3,3%, þá verði vaxtabyrði ríkissjóð 2,14% af landsframleiðslu. Til samanburðar er nefnt að vaxtabyrði Grikklands verði 0,98% af landsframleiðslu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir að skuldahlutfall hins opinbera í Grikklandi verði um 166% 2025.

Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi eru tíu ára vextir neikvæðir og því verður vaxtabyrðin neikvæð. Markaðurinn hefur eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, hagfræðingi hjá Samtökum atvinnulífsins, að líklega þurfi að hækka skatta til að standa undir óbreyttum útgjöldum ríkissjóðs, það sé ekki hægt að treysta á að hagvöxtur grynnki á skuldunum. „Það er óábyrgt að treysta á slíkan vöxt og hafa þarf hugfast að sögulega lágt vaxtastig endurspeglar einmitt dræmar hagvaxtarhorfur,“ er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lenya Rún hjólar í þingmann Samfylkingarinnar: „Er það svona sem Jóhann Páll ætlar að byrja baráttu gegn spillingu og óheiðarleika á þingi?“

Lenya Rún hjólar í þingmann Samfylkingarinnar: „Er það svona sem Jóhann Páll ætlar að byrja baráttu gegn spillingu og óheiðarleika á þingi?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gísli fer úr tækni yfir í brauðið

Gísli fer úr tækni yfir í brauðið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hversu vel þekkir þú fólkið með völdin í borginni ? – Taktu stóra borgarfulltrúaprófið til að komast að því

Hversu vel þekkir þú fólkið með völdin í borginni ? – Taktu stóra borgarfulltrúaprófið til að komast að því
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Allt logar útaf vistaskiptum Birgis – „Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í svikum við kjósendur“

Allt logar útaf vistaskiptum Birgis – „Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í svikum við kjósendur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ísland stendur ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum

Ísland stendur ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fólk vill helst hittast einhvers staðar í bílakjallara þar sem enginn getur rakið ferðir þess“

„Fólk vill helst hittast einhvers staðar í bílakjallara þar sem enginn getur rakið ferðir þess“