fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Lokaaðvörun frá ESA – Telur að samningar um framkvæmd EES-reglna séu brotnir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. október 2020 08:00

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur að Ísland standi ekki við skuldbindingar sínar um framkvæmd EES-reglna en stofnunin hefur eftirlit með framkvæmd EES-samningsins. Telur ESA að íslenska ríkið tryggi ekki að Evrópulöggjöf, sem hefur verið innleidd hér á landi, standi innlendri löggjöf framar að vægi.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, að málið sé í vinnslu.

„Utanríkisráðuneytið hefur á síðustu misserum átt í samskiptum við ESA vegna þessa máls en ákvæðið sem um ræðir hefur staðið óbreytt í íslenskum lögum frá því að samningurinn var lögfestur hér á landi og lengst af án nokkurra athugasemda af hálfu ESA. Við höfum lagt í talsverða vinnu við að greina þau álitaefni sem á reynir og ég hef haldið ríkisstjórn upplýstri um framvindu málsins,“

 er haft eftir Guðlaugi sem sagði nokkra mánuði til stefnu til að taka afstöðu til sjónarmiða ESA.

„Ég legg hins vegar áherslu á það, eins og við höfum gert í samskiptum við ESA, að framkvæmd EES-samningsins er síst lakari hér en í hinum aðildarríkjunum,“

sagði hann einnig.

Morgunblaðið hefur eftir Sigríði Á. Andersen, formanni utanríkismálanefndar, að enginn vafi sé í hennar huga um að erlend löggjöf gangi ekki framar íslenskri löggjöf og eitthvert álit frá ESA breyti engu þar um. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng í samtali við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins