fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Vissi Katrín af Samherjamálinu áður en það komst í fréttir? – Fátt um svör 

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. janúar 2020 18:00

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hefur einhver spurt forsætisráðherra út í það hvenær hún vissi af þessu stóra máli sem nú liggur fyrir að hefur skaðað hagsmuni Íslands? Hvað með aðra ráðherra? Hvað og hverjir vissu hvað í vændum var?“

Svo spyr Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook þann 31. desember síðastliðinn vegna Samherjamálsins, en rökstuddur grunur leikur á um að félagið hafi greitt hundruð milljóna í mútur til að komast yfir kvóta í Namibíu.

Helga Vala nefnir að vitað sé að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hafi vitað af málinu áður en það komst í fréttir og að henni og Katrínu Jakobsdóttur sé vel til vina:

„Það hefur nefnilega komið í ljós að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs vissi af málinu vegna aðkomu hins norska banka og áhrifa sem Samherjaskjölin hafa á norskt hagkerfi. Þá hefur einnig komið fram að þeim Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra er vel til vina og loks að Katrín fundaði með norska sendiherranum fyrir birtingu Samherjaskjala. „

Fátt um svör

Eyjan sendi fyrirspurn á aðstoðarmann Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir helgi hvort eitthvað væri til í þessum kenningum Helgu Völu. Var fyrirspurnin móttekin, en engin svör hafa enn borist þrátt fyrir ítrekun í morgun.

Eflaust er of snemmt að draga ályktanir af þögninni, en ætla má að aðstoðarmönnum forsætisráðherra væri ljúft og skylt að svara spurningunni neitandi ef Katrín vissi ekki af málinu áður, líkt og ætla má af viðbrögðum hennar strax eftir þátt Kveiks um miðjan nóvember:

„Ég var mjög slegin og mér var mjög brugðið við að horfa á þau gögn sem voru birt í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi. Það er alveg ljóst að ef þessir málavextir reynast réttir, eins og þeir voru birtir þarna, þá er þetta mál allt hið versta og til skammar fyrir Samherja og mikið áhyggjuefni fyrir íslenskan sjávarútveg og íslenskt atvinnulíf. Þetta mál þarf núna að rannsaka ofan í kjölinn.“

Sjá nánar: Katrín krefst rannsóknar:„Til skammar fyrir Samherja – minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra“

Svörin verða birt um leið ef þau berast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna