Sunnudagur 29.mars 2020
Eyjan

Gleðilega rest – dönskusletta

Egill Helgason
Föstudaginn 3. janúar 2020 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin eru á förum, sjálfum finnst mér reyndar ástæðulaust að kveðja þau alveg fyrr en á þrettándanum – jólaskrautið á að fá að standa fram á þann dag. Forðum, þegar ég bjó einn, fékk það reyndar stundum að standa lengur en ég er ekki viss um að ég kæmist upp með slíkt framtaksleysi núna.

Ég er með dálítið jólaljósablæti og innst inni dreymir mig um að skreyta húsið mitt eins og sjá má í amerískum jólamynum. Það sem heldur helst aftur af mér er hvað ég er laus við að vera handlaginn, frekar latur til verka, auk þess sem ég áræði ekki alveg að fara upp á þak með ljósaseríur og heftibyssu.

Þannig að ég lét mér nægja að setja þrjár seríur út í garð, ein er á jólatré sem er sífellt að fjúka um koll, önnur fór dálítið illa í fárviðrinu í desember, hin þriðja hefur ekki þolað kuldann og rakann þannig að stundum er slökkt á henni og stundum kveikt.  Þetta veldur mér svolitlum ama.

En hver veit hvað næstu jól bera í skauti sér – ég bý í jólalegu húsi sem á skilið að vera mikið skreytt. Kannski tek ég stökkið jólin 2020.

Ég læt fylgja með ljósmynd sem ég rak augun í á alnetinu. Myndin sýnir jólaskreytingar á Lækjartorgi og í Austurstræti, virkar nánast eins og póstkort. Hún er greinilega tekin ofan af húsi í Bankastræti, örugglega á sjötta áratug síðustu aldar. Austurstræti var í fyrsta sinn skreytt með ljósaseríum árið 1953. Útvegsbankahúsið er þarna í sinni gömlu mynd, hafist var handa við að stækka það (sem aldrei skyldi verið hafa) árið 1963.

Það setur svip á myndina að gluggar eru víðast upplýstir, í bankahúsinu, sjoppunni sem var neðst í Bankastrætinu, í húsi Nýja bíós. Milli húsana glittir svo í jólatréð á Austurvelli og Landakotskirkju á hæðinni, en við torgið stendur strætisvagn en bíll keyrir upp Bankastrætið. Það er samt furðu lítið mannlíf á myndinni sem manni finnst þó að hljóti að hafa verið tekin síðla dags um jól.

Menn segja víst gleðilega rest – sem er ekki sérlega falleg íslenska. Þetta er væntanlega dönskuslettta, þær gerast nokkuð fágætar núorðið, birtast manni næstum eins og gamlir vinir. En það gæti verið heitið á þessum pistli – gleðilega rest.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru aðgerðir Reykjavíkurborgar í efnahagsmálum vegna Covid -19

Þetta eru aðgerðir Reykjavíkurborgar í efnahagsmálum vegna Covid -19
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Setur milljarð í Innviðauppbygging heilbrigðiskerfisins á þessu ári vegna Covid-19

Setur milljarð í Innviðauppbygging heilbrigðiskerfisins á þessu ári vegna Covid-19