fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Inga segir myndirnar sýna hið sanna – „Bölv­un sem brýt­ur niður fólk“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 29. september 2020 10:15

Ljósmynd/Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Krepp­an er grimm. Fá­tækt­in er bölv­un sem brýt­ur niður fólk og nag­ar með tím­an­um sund­ur stoðir sam­fé­lags­ins.“

Svona hefst pistill sem Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag. Inga segir að það hafi ekki komið henni á óvart að horfa á fyrstu fréttina í kvöldfréttatíma RÚV á laugardaginn. „Þar sagði að um 200 fjöl­skyld­ur hefðu óskað eft­ir mat­araðstoð hjá Fjöl­skyldu­hjálp Íslands á Suður­nesj­um nú um mánaðamót­in,“ segir Inga í pistlinum.

„At­vinnu­leysið er gríðarlegt og fer vax­andi. Öryrkj­ar, aldraðir og inn­flytj­end­ur sem hafa misst vinn­una standa í hóp­um fyr­ir utan út­hlut­un­ar­miðstöðvar þegar þær eru opnaðar. Fólkið sem er í slíkri neyð að þurfa að þiggja mat­ar­gjaf­ir með þess­um hætti skipt­ir þúsund­um í viku hverri. Þessi hóp­ur stækk­ar dag frá degi. Nýir hóp­ar ein­stak­linga sem hefðu aldrei látið sér detta í hug að lenda í þess­um spor­um.“

„Órétt­lát­ar skerðing­ar vegna tekna bæta síðan gráu ofan á svart“

Á sunnudagsmorguninn hlustaði Inga á þjóðmálaþáttinn Sprengisand á Bylgjunni. „Þar ræddi Kristján Kristjáns­son við Þuríði Hörpu Sig­urðardótt­ur, formann Öryrkja­banda­lags Íslands. Hún er talsmaður þjóðfé­lags­hóps sem á einna erfiðast,“ segir Inga.

„Tekj­ur ör­yrkja duga ekki til fram­færslu. Reynsl­an sýn­ir að atvinnuleysi fjölg­ar þeim sem enda á ör­orku. Þuríður Harpa benti á að full­ur ör­orku­líf­eyr­ir væri í dag 30 þúsund krón­um lægri en lægstu at­vinnu­leys­is­bæt­ur og 83 þúsund krón­um lægri en lög­bund­in lág­marks­laun. Stjórn­völd hafa allt frá 2007 horft þegj­andi og aðgerðalaust á það hvernig fólk á ör­orku­líf­eyri hef­ur jafnt og þétt sog­ast ofan í ör­birgð því ör­orku­líf­eyr­ir held­ur ekki í við það hvað það kost­ar að lág­marki að lifa í þessu landi. Órétt­lát­ar skerðing­ar vegna tekna bæta síðan gráu ofan á svart.“

„Sum­ir hafa brosað í kamp­inn við þetta“

Inga segir að hún og aðrir meðlimir Flokks fólksins telji það vera afar brýnt að skjaldborg verði slegið upp um viðkvæmustu þjóðfélagshópanna. „Við mun­um búa við umsát­urs­ástand covid-far­ald­urs­ins þar til bólu­efni finnst. Þangað til verðum við að þrauka. Ég kalla eft­ir sam­stöðu allra flokka um að við þjöpp­um okk­ur nú öll í vörn­ina til að bjarga sam­fé­lagi okk­ar, til að bjarga fólk­inu okk­ar, til að halda fólki frá fá­tækt­ar­gildr­un­um. Þetta er ekki tím­inn til að ýfa upp illindi,“ segir hún.

„Við í Flokki fólks­ins höf­um lengi reynt að tala máli þeirra sem höll­um fæti standa. Sum­ir hafa brosað í kamp­inn við þetta og talið okk­ur jafn­vel fara með ósann­indi og ýkj­ur þegar kem­ur að umræðu um fá­tækt í okk­ar ríka landi. Nú verður hins veg­ar ekki leng­ur litið und­an.“

Að lokum segir Inga að myndirnar sýni hið sanna. „Mynd­ir af biðröðum eft­ir mat eru óræk­ur vitn­is­b­urður um þann raun­veru­leika sem birt­ist okk­ur öll­um. Bar­átt­an gegn at­vinnu­leysi og fá­tækt á að verða brýn­asta viðfangs­efni stjórn­mál­anna í vet­ur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að