fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Eyjan

Hörður segir þungan vetur í aðsigi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 08:01

Hörður Ægisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, ritar grein í Fréttablaðið í dag sem ber heitið „Stór ákvörðun“. Í greininni fjallar hann um gjaldeyrismál og hlutafjárútboð Icelandair. Hann segir dæmi um að sum útflutningsfyrirtæki, einkum útgerðarfélög, hafi setið á gjaldeyri í stað þess að skipta honum í krónur. Fyrirtækin hafi viljað bíða eftir frekari lækkun á gengi krónunnar.

Í inngangi greinarinnar bendir hann á að lífskjörin hér á landi ráðist af þeim gjaldeyri sem sé aflað með útflutningi á vörum og þjónustu.

„Við erum minnt óþægilega á þessi sannindi, sem vilja stundum gleymast hjá stórum hópi fólks, nú þegar gjaldeyristekjur þjóðarbúsins eru að dragast stórkostlega saman af völdum farsóttar,“

segir hann og bætir við að ekki þurfi að fjölyrða um áhrif þeirrar misráðnu ákvörðunar að loka landamærunum í reynd.

„Ferðaþjónustan, okkar stærsta útflutningsgrein, hefur þurrkast út. Aðrar greinar, einkum orkufrekur iðnaður og sjávarútvegur, horfa upp á tekjufall og þá hjálpar ekki til að sum útflutningsfyrirtæki, einkum útgerðarfélög, hafa setið á gjaldeyri – í stað þess að skipta honum yfir í krónur – vegna væntinga um frekara gengisfall,“

segir hann og bætir við að þetta sé áhyggjuefni og ef þróunin haldi áfram, með nánast einstefnu í útflæði gjaldeyris frá landinu, séu afleiðingarnar fyrirsjáanlegar.

„Gengið heldur áfram að lækka, jafnvel þótt Seðlabankinn gangi enn á gjaldeyrisforðann, og verðbólguvæntingar fara í kjölfarið hækkandi, sem aftur kann að grafa undan trúverðugleika peningastefnunnar. Erfitt er að sjá fyrir sér annað en að gengi krónunnar verði undir þrýstingi þar til ferðaþjónustan nær sér aftur á strik – sem enginn veit í raun hvenær verður. Þar ræður mestu hvenær dregið verður úr sóttvarnaráðstöfunum þegar faraldrinum linnir, bæði hér heima og erlendis, og eins hver örlög Icelandair verða,“

segir hann og bætir við að það standi án vafa og falli með lífeyrissjóðunum hvort hlutafjárútboð Icelandair takist.

Hann fjallar síðan um ólík sjónarmið meðal fólks um þátttöku lífeyrissjóðanna í endurreisn Icelandair og bendir á að aðrar stórar fjárfestingar séu ekki í sjónmáli hér á landi og að ljóst sé að lífeyrissjóðirnir þurfi að meta hver áhrif niðurstöðu útboðsins, á hvorn veginn sem hún verður, gæti haft áhrif á aðrar fjárfestingaeignir þeirra.

„Raunveruleikinn er sá að viðspyrna íslensks efnahagslífs, þegar ferðaþjónustan kemur til baka, verður önnur og kraftminni ef Icelandair hverfur af sjónarsviðinu. Það er í senn óskhyggja og einfeldni þegar því er haldið fram að önnur flugfélög, íslensk eða erlend, gætu fyllt upp í skarð Icelandair með sama hætti á skömmum tíma. Svo er ekki. Það eru stórar ákvarðanir sem bíða lífeyrissjóðanna.“

Í niðurlagi greinarinnar fjallar hann um að nú sé samkomulag lífeyrissjóðanna við Seðlabankann um hlé á gjaldeyriskaupum að renna úr gildi. Hæpið sé þó að þeir muni fara á fullt í erlendar fjárfestingar þar sem það muni þrýsta á gengi krónunnar.

„Með endurkomu lífeyrissjóðanna á gjaldeyrismarkaðinn, sem hefur einkennst af krónísku útflæði, bíður Seðlabankans erfitt verkefni. Viðbragði bankans í fyrradag, um að vera reiðubúinn að selja allt að 240 milljónir evra inn á markaðinn til ársloka, var vel tekið og krónan styrkist verulega. Sú ráðstöfun mun hins vegar ein og sér breyta litlu og aðeins duga til að hægja á gengisveikingunni þegar fram í sækir. Við siglum inn í þungan vetur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lenya Rún hjólar í þingmann Samfylkingarinnar: „Er það svona sem Jóhann Páll ætlar að byrja baráttu gegn spillingu og óheiðarleika á þingi?“

Lenya Rún hjólar í þingmann Samfylkingarinnar: „Er það svona sem Jóhann Páll ætlar að byrja baráttu gegn spillingu og óheiðarleika á þingi?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gísli fer úr tækni yfir í brauðið

Gísli fer úr tækni yfir í brauðið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hversu vel þekkir þú fólkið með völdin í borginni ? – Taktu stóra borgarfulltrúaprófið til að komast að því

Hversu vel þekkir þú fólkið með völdin í borginni ? – Taktu stóra borgarfulltrúaprófið til að komast að því
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Allt logar útaf vistaskiptum Birgis – „Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í svikum við kjósendur“

Allt logar útaf vistaskiptum Birgis – „Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í svikum við kjósendur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ísland stendur ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum

Ísland stendur ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fólk vill helst hittast einhvers staðar í bílakjallara þar sem enginn getur rakið ferðir þess“

„Fólk vill helst hittast einhvers staðar í bílakjallara þar sem enginn getur rakið ferðir þess“