fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Gátan um dularfulla krossleysið á Bessastaðakirkju leyst – Skrautlegar samsæriskenningar uppi

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 13:10

Guðni fékk næst hæsta hlutfall atkvæða í sögunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krossinn sem í eina tíð var á þaki Bessastaðakirkju, hvarf þaðan líklega árið 1995 vegna viðgerða, í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur. Engin umræða hefur farið fram um hvort setja eigi annan kross á kirkjuna. Þetta segir Örnólfur Thorsson, forsetaritari, við Eyjuna í dag.

Skrautlegar samsæriskenningar

Nokkuð undarleg umræða hefur skapast á samskiptamiðlum síðasta sólarhring um ástæðu þess að enginn kross sé á kirkjunni. Þar hafa stuðningsmenn forsetaframbjóðandans Guðmundar Franklín Jónssonar komið með ýmsar langsóttar kenningar, til dæmis að Guðni Th. Jóhannesson forseti hafi látið fjarlægja krossinn  vegna meints trúleysis síns, eða til að móðga sem fæsta.

Þá hafa múslimar, Kínverjar og Gyðingar verið dregnir inn í málið sem, (auk George Soros auðvitað), sem mögulegar ástæður fyrir hvarfinu, en svo virðist sem að nota eigi krossleysið til að koma höggi á Guðna rétt fyrir forsetakosningar.

Krosslaust í aldarfjórðung

„Krossinn hefur sennilega horfið af kirkjunni árið 1995. Það var síðan farið í viðgerð á kirkjunni og turninn hífður aftur á kirkjuna árið 1998, en þá var enginn kross. Þannig að þetta er síðan í tíð Vigdísar,“

sagði Örnólfur forsetaritari við Eyjuna í morgun.

Bessastaðakirkja tilheyrir forsetaembættinu og forsætisráðuneytinu, en ekki Þjóðkirkjunni. Aðspurður hvort það stæði til að koma krossi aftur fyrir á kirkjunni, sagði Örnólfur að það hefði ekki verið rætt og hann hefði ekki heyrt umræðu um slíkt síðastliðin 25 ár.

Stóð áður krosslaus

Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur, skrifar um krossinn á kirkjunni í dag og nefnir að hann hafi eflaust ekki verið settur á kirkjuna fyrr en eftir árið 1940.

Þá er vitnað í skýrslu Þorsteins Gunnarssonar arkitekts og leikara um kirkjuna, þar sem fram kemur að kirkjan hafi verið krosslaus á 19. öld einnig.

Hvarf krossins hefur því ekkert með sitjandi forseta að gera, líkt og sumir stuðningsmenn Guðmundar Franklín Jónssonar ýjuðu að á samfélagsmiðlum.

Uppfært – Leitað upp á lofti

Samkvæmt svörum frá þjóðkirkjunni laskaðist krossinn í óveðri og var ekki settur aftur upp eftir viðgerðir 1998. Talið er að hann geti mögulega verið uppi á lofti í kirkjunni, en gerð verður leit að honum í dag í kjölfar umræðunnar.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar