fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Ný könnun MMR – Þessir þjóðfélagshópar hafa mestar áhyggjur af kórónaveirunni hér á landi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. mars 2020 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór meirihluti landsmanna hefur miklar áhyggjur af áhrifum útbreiðslu kórónaveirunnar á íslenskan efnahag en einungis þriðjungur hefur miklar áhyggjur af því að smitast sjálfur. Þá segist um þriðjungur hafa miklar áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu fjárhagslegu tjóni sökum COVID-19 en um fimmtungur hefur miklar áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni. Þetta kemur fram í nýrri kórónavíruskönnun MMR.

Stuðningsfólk Viðreisnar (78%) reyndist líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast hafa miklar áhyggjur af áhrifum útbreiðslu kórónaveirunnar á íslenskan efnahag en stuðningsfólk Miðflokks (70%) og Pírata (63%) ólíklegast.

Stuðningsfólk Vinstri-grænna (37%) og Samfylkingar (31%) reyndist líklegra en aðrir til að segjast hafa miklar áhyggjur af að smitast sjálft af kórónaveirunni en stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks (22%) og Pírata (20%) ólíklegast.

Stuðningsfólk Pírata (45%) og Miðflokks (45%) reyndist líklegast allra til að segjast hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu kórónaveirunnar en stuðningsfólk Samfylkingar (26%) og Framsóknar (26%) ólíklegast. Þá reyndist stuðningsfólk Miðflokks (27%), Vinstri-grænna (23%) og Samfylkingar (20%) líklegast allra til að segjast hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegu tjóni af völdum veirunnar en stuðningsfólk Framsóknar (10%) og Pírata (8%) reyndist ólíklegast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér