fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Ógæfustaður í Austurríki

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. mars 2020 15:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er lélegur á skíðum og lítið fyrir snjó og kulda þannig að það hefur aldrei flökrað að mér að fara í skíðaferð.

En ég hef samt alltaf haft pínu rómantíska mynd af skíðaferðum. Að fólk renni sér mjúklega á skíðunum í fögru Alpalandslagi á daginn, setist síðan við arineld á kvöldinu og súpi á kakói – kannski með ögn af rommi í.

Þetta er ekki myndin sem maður fær af lífinu í austurríska skíðabænum Ischgl. Af lýsingum að dæma virðast kvöldin þar ganga út á taumlausa bjórdrykkju – og nú eru þær orðnar frægar að endemum blístrurnar sem þjónarnir þar nota og hafa orðið greið smitleið fyrir covid 19.

Mikið er fjallað um Ischgl í þýskum og austurrískum fjölmiðlum. Íslensk sóttvarnayfirvöld uppgötvuðu að þaðan var að koma fólk sem var smitað af kórónaveiru. Þau gerðu viðvart en í Týról þóttust menn ekki kannast við neitt. Svo fór að komast upp um smit frá Ischgl á öðrum Norðurlöndum, mikill fjöldi sýktra þaðan fékk veiruna þar, alltof seint var Ischgl skilgreint sem mikið hættusvæði.

Der Spiegel birtir grein um Ischgl og veiruna í dag. Þar er spurt hvort gróði hafi verið látinn hafa forgang yfir heilsu- og heilbrigði. Spiegel segir að drykkjulætin í Ischgl hafi haldið áfram mörgum dögum eftir að átti að vera búið að loka og spyr hvort hvort komi hugsanlega til kasta dómstóla í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður