fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Kjósendur Pírata og Vinstri grænna notast meira við rafrettur en aðrir

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gallup gaf í dag út niðurstöður könnunar þar sem meðal annars kemur fram að kjósendur Pírata og Vinstri grænna noti rafrettur í meiri mæli en aðrir.

Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að rétt rúmlega 5% landsmanna noti rafrettur og af þeim er tæplega helmingur sem notar þær daglega. Um 3% í viðbót nota rafrettur stundum og um fjórðungur landsmanna hefur auk þess prófað þær. Um 70% landsmanna hafa aldrei prófað að reykja rafrettur.

Þá eru karlar líklegri en konur til að hafa prófað rafrettur samkvæmt niðurstöðunum. Af þeim sem nota rafrettur daglega eru flestir undir þrítugu og eftir því sem fólk er yngra þá er það líklegra til að hafa prófað að reykja rafrettu. Nær einn af hverjum tíu undir þrítugu notar rafrettur reglulega og tæplega helmingur til viðbótar hefur prófað þær.

Einnig kemur fram að þeir sem myndu kjósa Pírata og Vinstri græn í næstu kosningum nota rafrettur hvað mest. Þá eru þeir sem kysu Miðflokkinn eða Framsóknarflokkinn ólíklegri til að hafa prófað rafrettur en kjósendur annarra flokka.

Niðurstöður úr könnun um rafrettur

Nikótínpúðar

Einnig var notkun á nikótínpúðum skoðuð í könnuninni en þeir eru nýrri af nálinni en rafretturnar. Þó hafa þeir náð vinsældum meðal ungs fólks. Þá eru karlar líklegri en konur til að nota og prófa nikótínpúðana. Eftir því sem fólk er yngra þá er líklegra að það noti nikótínpúða eða hafi prófað þá. Um 17% fólks undir þrítugu nottar nikótínpúða og um 24% til viðbótar hafa prófað þá. Þeir sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Pírata eða Viðreisn eru líklegri til að nota nikótínpúða en kjósendur annarra flokka.

 

Niðurstöður úr könnun um nikótínpúða
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben