fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 16:30

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur í dag við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga. Hún tekur við embættinu af Kolindu Grabar-Kitarović, fráfarandi forseta Króatíu, sem gegnt hefur formennsku frá mars árið 2019.

Heimsráð kvenleiðtoga var stofnað árið 1996 af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands og Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands ásamt Lauru Liswood, stjórnmálafræðingi, sem enn starfar sem framkvæmdastjóri þess. Félagar í samtökunum eru starfandi og fyrrverandi forsetar og forsætisráðherrar úr röðum kvenna, alls 77 konur frá yfir fimmtíu ríkjum.

Heimsráðið hefur þá sérstöðu að vera einu samtökin sem sameina leiðtoga þjóða og ríkisstjórna úr röðum kvenna. Samtökin eru starfrækt á vettvangi Félags Sameinuðu þjóðanna í Washington.

Markmið ráðsins er að hvetja konur í valdastöðum um heim allan til að láta sig jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna varða. Ráðið einsetur sér jafnframt að stuðla að góðum stjórnarháttum í því skyni að koma á jafnrétti og tryggja lýðræði.

Það er mér heiður að taka við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga, og feta þar með í fótspor Vigdísar Finnbogadóttur sem var meðal stofnenda samtakanna og fyrsti formaður þeirra. Samtökin eru einstakt tengslanet fyrir starfandi og fyrrverandi forseta og forsætisráðherra úr röðum kvenna. Þau stuðla að mikilvægri samvinnu um aukin réttindi kvenna og stúlkna um heim allan. Ég mun nýta formennskuna til að setja baráttuna gegn loftslagsvánni á oddinn, ásamt því að standa vörð um og efla almenn mannréttindi og réttindi kvenna. Þà eru réttindi og kjör barna mér hugleikin en nýleg skýrsla virtra alþjóðastofnana sýnir að þar geta þjóðir heims gert mun betur,

sagði Katrín.

Hér má nálgast frétt á vefsíðu Heimsráðs kvenleiðtoga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!