fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Björgólfur um kyrrsetningu Heinaste – „Við munum grípa til ráðstafana“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. febrúar 2020 15:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherji telur að kyrrsetning Heinaste togarans í Namibíu fyrir helgi standist ekki lög og hyggjast hnekkja ákvörðun yfirvalda þar í landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja í dag, sem áður hefur sagst ætla að draga úr starfsemi sinni í Namibíu  í fullri samvinnu við þarlend yfirvöld og í samráði við lög og reglur.

„Við teljum að endurnýjuð kyrrsetning skipsins standist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráðstafana til að hnekkja henni fyrir namibískum dómstólum ef nauðsyn krefur,“

segir Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja. Hann nefnir einnig að kyrrsetningin seinki áformum Samherja um að endurráða áhöfn skipsins:

„Við höfum af því áhyggjur að namibíska lögreglan hafi vísvitandi hunsað dómsúrskurðinn og neitað að skila pappírum skipsins til eiganda þess eins og dómstóllinn fyrirskipaði að ætti að gera. Þetta seinkar áformum um endurráðningu áhafnar skipsins til hagsbóta fyrir namibískt samfélag.“

Togarinn var kyrrsettur á föstudag á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi, meðan yfirvöld gætu unnið að formlegri kröfugerð sinni.

Sjá einnig: Samherjatogari kyrrsettur í krafti laga um skipulagða glæpastarfsemi – Gamla sektin greidd í reiðufé

Tilkynningu Samherja má sjá hér að neðan:

Með vísan til fréttatilkynningar Samherja frá 6. febrúar síðastliðnum, um að samstæðan muni uppfylla allar skyldur sínar í Namibíu, telur Samherji rétt að upplýsa um nokkur atriði í kjölfar þess að togarinn Heinaste hefur verið kyrrsettur á ný af namibískum stjórnvöldum.

Eins og áður hefur komið fram hefur Samherji um nokkra hríð unnið að því að draga úr starfsemi sinni í Namibíu með það fyrir augum að hætta rekstri í landinu. Nú er svo komið að samstæðan hefur óverulegra hagsmuna að gæta í landinu miðað við umfang starfseminnar áður.

Af þeim þremur skipum sem hafa stundar veiðar í namibískri lögsögu undanfarið ár, Geysir, Heinaste og Saga, er aðeins eitt eftir í Namibíu og er þar um að ræða verksmiðjutogarann Heinaste. Markmiðið var að hafa skipið áfram í Namibíu í því skyni að selja það eða leigja áfram til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu svo verja mætti störf þeirra sjómanna sem hafa verið í áhöfn skipsins.

Föstudaginn 7. febrúar var skipið kyrrsett á ný af lögreglunni í Walvis Bay. „Við teljum að endurnýjuð kyrrsetning skipsins standist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráðstafana til að hnekkja henni fyrir namibískum dómstólum ef nauðsyn krefur,“ segir Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja.

Aðeins aðilar sem hafa verið sakfelldir geta þurft að þola haldlagningu á eignum sínum samkvæmt namibískum lögum. Eigandi Heinaste hefur ekki verið ákærður eða sakfelldur fyrir refsiverða háttsemi. Samherji hafði áður lýst yfir ánægju með að mál vegna Heinaste og skipstjóra þess hefði verið til lykta fyrir dómi í Walvis Bay hinn 5. febrúar síðastliðinn. Skipstjórinn játaði sök í þremur ákæruliðum um að hafa stundað veiðar á svæði þar sem sjávardýpt var minni en 200 metrar sem gengur í berhögg við þau skilyrði sem gilda um rétthafa úthlutaðs kvóta sem Heinaste var að veiða í umrætt sinn. Skipstjórinn var sektaður en dómstóllinn hafnaði kröfu namibíska ríkisins um haldlagningu skipsins því ekki þótti sannað að eigandi þess, Heinaste Investments (Pty) Ltd., sem Samherji á ráðandi hlut í, hefði ekki gripið til allra viðeigandi úræða til að koma í veg fyrir að skipið væri notað á ólögmætan hátt. Af þessari ástæðu var það niðurstaða dómstólsins að afhenda bæri eiganda Heinaste þau skipsgögn sem höfðu verið haldlögð.

„Við höfum af því áhyggjur að namibíska lögreglan hafi vísvitandi hunsað dómsúrskurðinn og neitað að skila pappírum skipsins til eiganda þess eins og dómstóllinn fyrirskipaði að ætti að gera. Þetta seinkar áformum um endurráðningu áhafnar skipsins til hagsbóta fyrir namibískt samfélag,“ segir Björgólfur Jóhannsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum